Reykjanesskagi

Birta á :

Reykjanesskagi-yfirlitYfirlit

Reykjanesskaginn er yngsti hluti Íslands en mjög eldbrunninn.  5-6 eldstöðvakerfi eru talin vera á skaganum eftir því hvort Hengilskerfið er talið með eða ekki.  Hér er það ekki talið með því landfræðilega er miðja Hengilskerfisins fyrir utan Reykjanesskagann og að auki er Hengillinn mjög ólíkur öðrum eldstöðvakerfum á skaganum.

Þessi fimm kerfi eru nátengd og það virðist gjarnan gjósa í þeim flestum í sömu hrinunum.  Þau eru 1. Reykjaneskerfið sem er vestast á skaganum, 2. Svartsengi sem er norður af Grindavík,  3. Fagradalsfjall sem er litlu austar, 4. Krýsuvíkurkerfið, kennt við Krýsuvík, 5. Brennisteinsfjallakerfið sem einnig er kennt við Bláfjöll.

Reykjanesskaginn tilheyrir hinu svonefnda Vestara gosbelti sem nær frá Reykjanesi og norður fyrir Langjökul.  það belti er ekki eins virkt og Suðurlands- og Eystra gosbeltið en þó ganga yfir kröftugar  rek- og goshrinur á Reykjanesskaganum á 800-1000 ára fresti.  Síðast gekk slíkt tímabil yfir á árunum 950-1240 og þar áður fyrir um 1800-2500 árum.

Öll fimm kerfin eiga það sameiginlegt að í þeim eru ekki megineldstöðvar og í þeim öllum kemur eingöngu upp basalt.  Gosin eru gjarnan sprungugos og magn gosefna í hverju gosi að jafnaði lítið eða innan við hálfur rúmkílómetri.  Þó eru undantekningar frá þessu eins og nokkrar stórar dyngjur á skaganum sýna vel.

Mikil eldvirkni hefur verið á Reykjanesskaga á nútíma og yfir þúsund ferkílómetrar lands huldir nýju hrauni auk landauka í sjó.  Gjall- og klepragígaraðir eru algengustu eldstöðvarnar en að auki eru fjölmargar dyngjur á skaganum.  Þær hafa þó flestar myndast á fyrrihluta nútíma, reyndar allar taldar yfir 4500 ára gamlar og myndun þeirra tengist væntalega hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins á skaganum.  Gossprungur á skaganum á nútíma eru hátt í 200 talsins sem sýnir vel hve virkur skaginn hefur verið þrátt fyrir að engin staðfest gos hafi orðið síðan á 13. öld.  Jarðskjálftar eru tíðir á skaganum og jarðhitavirkni mikil.

Eldstöðvakerfi raða sér svo til suðvesturs frá Reykjanesskaganum og vitað er um allmörg neðansjávargos á Reykjaneshrygg síðustu aldir.   Öflugt gos varð suður af Eldeyjarboða árið 1783.  þá myndaðist eyja sem hvarf  þó stuttu síðar vegna ágangs sjávar.  Á 19. öld er vitað um 3 gos á þessum slóðum og á 20. öldinni varð nokkrum sinnum vart við ólgu í sjó og gjóskuþústir sem líklega hafa verið af völdum lítilla neðansjávargosa.

Reykjaneskerfið

Vestasta eldstöðvakerfið á skaganum er Reykjaneskerfið.  Nær það nokkurnveginn frá Reykjanestá að Grindavík og þaðan í norðaustur yfir skagann.  Það nær einnig einhverja kílómetra í suðvestur á sjávarbotni og hafa margsinnis orði gos í sjó í kerfinu.

Mikil goshrina gekk yfir kerfið á árunum 1211-1240.  Hófst þessi hrina með gosi í sjá skammt frá landi en síðan urðu allmörg gos á næstu árum á svipuðum slóðum, þ.e. í sjó skammt undan landi.  Eitt hefur verið áberandi mest, árið 1226 og skilur eftir sig gjóskulag sem hefur nýst vel í gjóskulagarannsóknum á Suðvesturlandi.  Heimildir eru fyrir þessu gosi í Oddaverjaannál og er þar talað um “Sandfallsvetur á Íslandi”.  Gos urðu svo uppi á landi á næstu árum.  Þessi gos eru nefnd einu  nafni Reykjaneseldar.  Síðan þá hefur kerfið ekki bært á sér frekar en önnur eldstöðvakerfi á skaganum hvað gos varðar en jarðskjálftar eru þar tíðir.

Blue lagoon

Svartsengi

Svartsengiskerfið, kennt við samnefnt háhitasvæði, var áður flokkað með Reykjaneskerfinu en þó þau séu um flest lík og nálægt hvort öðru þá eru þau flokkuð sem tvö aðskild kerfi nú.  Þau fylgjast hinsvegar að hvað gos varðar og gýs í þeim báðum á svipuðum tíma.  Þá rennur syðsti hluti kerfisins saman við Reykjaneskerfið vestan við Grindavík.

Allmargar dyngjur eru í kerfinu sem er um 7 km. breytt og amk. 30 km. langt.  Gossvæðin eru þó í suðurhluta kerfisins.

Goshrina varð í kerfinu fyrir um 2000-2400 árum og rann þá m.a. svokallað Sundhnúkahraun ofan við Grindavík.  Hluti Grindavíkur stendur á þessu hrauni.

Einnig gaus í kerfinu samhliða Reykjaneseldum í kringum árið 1226.  Virðast þá hafa orðið í það minnsta þrjú gos, fremur lítil þó.  Illahraun sem orkuverið í Svartsengi stendur á og er við Bláa Lónið rann í einu þessara gosa.

Fagradalsfjall

Kerfið heitir eftir samnefndu fjalli á milli Svartsengis- og Krýsuvíkurkferfanna.  Þetta er lítið kerfi og ólíkt hinum eldstöðvakerfunum á Reykjanesskaganum er það fremur lítt virkt hvað gos varðar, liklega hefur ekki orðið þar gos í um 6000 ár.  Jarðskjálftar eru hinsvegar tíðir á svæðinu.

ÞANN 19. MARS 2021 HÓFST ELDGOS Í FAGRADALSFJALLI EFTIR ÞRIGGJA VIKNA MJÖG ÁKAFA JARÐSKJÁLFTAHRINU.  ÞETTA ER FYRSTA ELDGOSIÐ Á REYKJANESSKAGA SÍÐAN ÁRIÐ 1240 EÐA Í 781 ÁR OG FYRSTA GOSIÐ Í FAGRADALSFJALLSKERFINU Í UM 6000 ÁR.  
FLJÓGLEGA KOM Í LJÓS AÐ KVIKAN ER SAMBÆRILEG KVIKU ÚR STÓRU DYNGJUGOSUNUM Á REYKJANESSKAGANUM SEM URÐU FYRIR UM 6-14000 ÁRUM. 
Eldgos í Fagradalsfjalli í april 2021. Mynd: Stefán Bjarnarson

Krýsuvíkurkerfið

Kerfið var áður nefnt Trölladyngjukerfið eftir samnefndri dyngju í kerfinu.  Réttara þykir þó að kenna það við  helsta kennileiti kerfisins og  það svæði í því þar sem er að finna vísi að megineldstöð.

Það er sennilega ekki ofsögum sagt að segja að Krísuvíkurkerfið sé eitt hættulegasta eldstöðvakerfi landsins vegna nálægðar þess við höfuðborgarsvæðið.  Nyrstu gossprungurnar eru rétt suðvestur af Hafnarfirði og hraun hefur amk. á tveimur stöðum runnið til sjávar örskammt vestan Hafnarfjarðar eftir landnám.

Um árið 1150 – 1180 urðu veruleg eldsumbrot í kerfinu og opnuðust nokkrar gossprungur í þeirri hrinu.  Hafa þessi eldgos verið nefnd Krísuvíkureldar.  Hraun runnu þá til sjávar báðu megin við Reykjanesskagann.  Þá varð  gos við Sveifluháls um 1180.   Ekki virðist hinsvegar hafa gosið í kerfinu í Reykjaneseldunum á 13. öld þegar mikil goshrina gekk yfir vestar á Reykjanesskaganum.

Krísuvík

Brennisteinsfjallakerfið

Syðsti hluti kerfisins er við Krísuvíkurbjarg og það teygir sig svo í norðaustur yfir Bláfjöll og inn á Mosfellsheiði.  Líkt og í flestum eldstöðvakerfunum á skaganum urðu allmikil umbrot í kerfinu skömmu eftir landnám og reyndar öllu fyrr í Brennisteinsfjallakerfinu.  Nokkur gos urðu líklega í tveimur megingoshrinum á svæðinu frá Bláfjöllum að Hellisheiði.  Þessi gos urðu rétt fyrir og rétt eftir árþúsundin.  Þekktast er gosið sem Kristnitökuhraunið rann í árið 1000.

Hellisheiði

Framtíðarhorfur á Reykjanesskaga

Það verður ekki undan því komist að fjalla örlítið um hve hættulega nálægt byggð eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum eru.  Eldvirknin er lotubundin og gengur yfir á um 800-1000 ára fresti og stendur þá yfir í nokkur hundruð ár.   Nú eru nálægt 780 ár frá síðustu staðfestu gosum á skaganum og alveg ljóst að frekar fyrr en síðar munu verða eldgos og það sennilega nokkuð mörg á skaganum.  Þessi gos eru ekki afkastamikil en þau eru mörg hver hraungos og geta eldsuppkomur orðið mjög nálægt byggð.  Sérstaklega verður að telja hluta Hafnarfjarðar á hættusvæði hvað þetta varðar og einnig  Grindavík.  Það er því sérlega mikilvægt að fylgjast vel með öllum jarðskorpuhreyfingum á skaganum til að auka líkurnar á að hægt sé að segja til um gos með einhverjum fyrirvara og gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir.

Uppfært 27. Apríl 2021

Eins og alþjóð veit þá hófst eldgos í Fagradalsfjalli að kvöldi 19. Mars 2021.  Það var orðið ljóst í byrjun árs 2020 að mikil umbrot væru framundan á Reykjanesskaganum.  Vart var við kvikuinnskot í þremur eldstöðvakerfum, Reykjaneskerfinu, Svartsengi og í Krísuvíkurkerfinu.  Jarðskjálftum fjölgaði mjög, sérstaklega þó í kringum Svartsengi og Grindavík og einnig í Fagradalsfjallskerfinu.  Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að þetta endaði með gosi en staðsetningin kom vissulega á óvart því Fagradalsfjallskerfið hafði ekki gosið í um 6.000 ár.  

Þá er einnig um frumstæða kviku úr möttli að ræða, efniviður í dyngjugos sem ekki hefur orðið á Íslandi í þúsundir ára. 

Hvað þetta kann að segja til um virkni á næstu árum eða áratugum á Reykjanesskaga er ekkert mjög erfitt að segja til um.  Nýtt virkniskeið er hafið á skaganum.  Þetta gos er aðeins upphafið.  Það má reikna með óróleikatímabili sem varir í einhverja áratugi, kanski 30-40 ár,  með nokkrum gosum og að virknin hlaupi á milli eldstöðvakerfanna.  Síðan kæmi rólegra tímabil í 50-100 ár en svo hæfist aftur gostímabil.  Þetta er miðað við nokkuð vel þekkta goshegðun í kerfinu á síðasta virknitímabili frá um árið 800-1240.  

Óvissan er helst í því að segja til um nákvæmlega hvar gosin verða heldur en hvort þau verða. 

Færslur á eldgos.is sem tengjast Reykjanesskaga:

ELDGOS HAFIÐ Á SVIPUÐUM SLÓÐUM OG Í ÁGÚST – Nóvember 2024

Eldgosinu lokið og landris hafið – September 2024

ELDGOS HAFIÐ NORÐARLEGA Á SUNDHNÚKAGÍGARÖÐINNI – Ágúst 2024

Styttist í næsta atburð í Svartsengi- Eldgos líklegt innan tveggja vikna – Júlí 2024

Gosinu að ljúka en hraun skríður yfir varnargarða – Júní 2024

ELDGOS HAFIÐ Á NÝ – ÖFLUGT GOS Á SUNDHNÚKAGÍGARÖÐINNI– Maí 2024

Gosið stöðugt – Ekkert landris – Apríl 2024

ELDGOS HAFIÐ Á SUNDHNÚKAGÍGARÖÐINNI – Mars 2024

ELDGOS HAFIÐ OG STÓRTJÓN Á INNVIÐUM Í SVARTSENGI – feb 2024

Enn á ný biðsktaða í Grindavík – Hratt landris við Svartsengi – Jan 2024

ELDGOS VIÐ GRINDAVÍK – STÓRTJÓN ÞEGAR ORÐIÐ – Jan 2024

Dregur úr gosinu – Innviðum hlíft í bili – Des 2023

ELDGOS VIÐ SUNDHNÚKAGÍGA – Des 2023

BIÐSTAÐA Í GRINAVÍK – ELDGOS ENN LÍKLEGT – Nov 2023

GRÍÐARLEG JARÐSKJÁLFTAVIRKNI OG KVIKUGANGUR AÐ MYNDAST Á SUNDHNÚKASPRUNGUNNI – Nov 2023

Hratt landris við Svartsengi – Oct 2023

Snörp jarðskjálftahrina við Svartsengi – Oct 2023

Landris og óvissa á Reykjanesskaga – Sept 2023

Gosinu virðist lokið – En hvað svo? – Ág 2023

Gosið í jafnvægi – Gæti orðið langt – Júl 2023

ELDGOS ER HAFIÐ Á REYKJANESSKAGA – Júl 2023

KVIKAN Á INNAN VIÐ 1 KM DÝPI – ELDGOS LÍKLEGA AÐ HEFJAST – Júl 2023

KVIKUINNSKOT UNDIR FAGRADALSFJALL – MIKILL FJÖLDI SMÁSKJÁLFTA – Júl 2023

ELDGOS HAFIÐ Í MERADÖLUM – Ág 2022

KVIKAN LIGGUR GRUNNT – ELDGOS AÐ VERÐA MJÖG LÍKLEGT – Ág 2022

STÓR SKJÁLFTI M 5,4 VIÐ GRINDAVÍK – KVIKAN FÆRIST OFAR – Júl 2022

ÖFLUGT KVIKUINNSKOT VIÐ FAGRADALSFJALL OG MIKIL SKJÁLFTAVIRKNI – Júl 2022

Snarpir skjálftar í Eldvörpum – Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesskaga – Maí 2022

Órói á Reykjanesskaga færist í aukana: SNARPUR JARÐSKJÁLFTI Í ÞRENGSLUNUM – Maí 2022

Ástæða til að hafa áhyggjur af Reykjanesskaganum – Maí 2022

Dregur úr snarpri hrinu vestast á Reykjanesskaga – Apr 2022

Kvikuinnskotið við Fagradalsfjall hefur stöðvast – Jan 2022

ÖFLUG SKJÁLFTAHRINA Á REYKJANESSKAGA- ANNAÐ ELDGOS YFIRVOFANDI – Des 2021

Goshlé í tvær vikur – Skjálftar mælast á ný við Keili – Sept 2021

Gosvirknin lotubundin – Veruleg gosmengun á höfuðborgarsvæðinu – Júlí 2021

Gönguleiðir að gosinu lokast vegna hraunflæðis – Júní 2021

Heimsókn á gosstöðvarnar –  Hraunið sækir fram í Nátthaga – Maí 2021

Mikil aukning á gosvirkni milli vikna – Maí 2021

Skjálftar við Krýsuvík – “Nýr gígur” reyndist vera gróður að brenna – Maí 2021

Líklega að opnast nýr gígur í suðurhluta Geldingadals – Gosið í aðalgígnum slitrótt – Maí 2021

Einn gígur mjög virkur – Kvikustrókar allt að 50 metra háir – Apríl 2021

Allsnarpur skjálfti nálægt Grindavík – Apríl 2021

Gosið mánaðargamalt- Samantekt – Apríl 2021

Hraun farið að renna úr Geldingadölum – Átta gosop virk – Apríl 2021

Enn einn gígur opnaðist á gossprungunni í nótt – Apríl 2021

Sprunga opnaðist á milli jarðeldanna í nótt – Apríl 2021

NÝJAR GOSSPRUNGUR OPNAST – SVÆÐIÐ RÝMT – Apríl 2021

Gosið tveggja vikna gamalt – stöðugt hraunrennsli – Apríl 2021

GOSIÐ Í FAGRADALSFJALLI ER DYNGJUGOS – ÞAÐ FYRSTA Á ÍSLANDI Í ÞÚSUNDIR ÁRA – Mars 2021

NOKKUÐ HEFUR DREGIÐ ÚR GOSINU – Mars 2021

ELDGOS HAFIÐ VIÐ FAGRADALSFJALL – Mars 2021

SKJÁLFTAR M 5,4 OG 5,0 Í DAG VIÐ FAGRADALSFJALL – Mars 2021

SKJÁLFTI M5.1 Í NÓTT- KVIKAN KOMIN MJÖG NÁLÆGT YFIRBORÐI – Mars 2021

GRÍÐARLEG SKJÁLFTAVIRKNI VIÐ FAGRADALSFJALL- Mars 2021

ELDGOS YFIRVOFANDI VIÐ FAGRADALSFJALL– Mars 2021

Enn mikill kraftur í hrinunni á Reykjanesskaganum – Mars 2021

Mikil skjálftavirkni við Fagradalsfjall í dag 26.febrúar – Febrúar 2021

MJÖG ÖFLUG JARÐSKJÁLFTAHRINA Á REYKJANESSKAGA – SÁ STÆRSTI M5,7 – Febrúar 2021

Snarpir eftirskjálftar – Virknin færist í átt að Fagradalsfjalli – Okt 2020

HARÐIR JARÐSKJÁLFTAR NÆRRI KRÝSUVÍK -okt 2020

Snarpir-skjalftar-vid-fagradalsfjall – ágúst 2020

Snarpur jarðskjálfti á Reykjanesskaga – júlí 2020

Harður jarðskjálfti við Reykjanestá – Landris hafið aftur við Svartsengi  mars 2020

Skjálfti M5,2 skammt frá Grindavík  mars 2020

hratt-landris-vid-svartsengi-vegna-kvikuinnskots jan 2020

Snörp jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga jul 2017

Skjálftar á Krýsuvíkursvæðinu feb.2016

Stutt en snörp jarðskjálftahrina við Kleifarvatn maí 2015

Snarpur skjálfti og mikill fjöldi eftirskjálfta við Reykjanestá  okt.2013

Viðvarandi spenna á Krýsuvíkursvæðinu – Gæti endað með gosi

Jarðskjálfti við Keili  jan. 2013

Jarðskjálftahrina við Bláfjöll á ný  okt. 2012

Mikil smáskjálftavirkni við Bláfjöll sept. 2012

3,2 stiga skjálfti við Grindavík sept. 2012

Snarpur jarðskjálfti við Bláfjöll – fannst vel á höfuðborgarsvæðinu ágúst 2012

Snarpir skjálftar rétt við Hafnarfjörð mar.2012

Allsnarpur jarðskjálfti við Krísuvík jan. 2012

Hvað er að gerast við Krísuvík? sept. 2011

Snarpur jarðskjálfti rétt við Grindavík ág.2011

Öflugir skjálftar við Krísuvík – Fundust víða feb.2011

Enn skelfur við Krísuvík des.2010

Landris og jarðskjálftar við Krísuvík nóv. 2010

Scroll to Top