Allsnarpur skjálfti nálægt Grindavík

Birta á :

21. Apríl 2021

Laust eftir kl. 23 í gærkvöldi, 20. Apríl varð allsnarpur jarðskjálfti tæpa 5km norðaustur af Grindavík, norðan við fjallið Þorbjörn og um 2,5 km austan við Bláa Lónið.  Nokkrir skjálftar hafa fylgt síðan á þessum slóðum.  Stóri skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga og Höfuðborgarsvæðinu enda var hann sá stærsti a svæðinu frá því 15.mars, semsagt fjórum dögum áður en gosið hófst.

Ólíklegt er að hrina svipuð þeirri sem átti sér stað fyrir gosið sé að fara í gang enda líklegast  um að ræða hefðbundinn spennuskjálfta á flekamótum.  Auðvita þarf samt að fylgjast vel með því þetta er á svipuðum slóðum og landris mældist á síðasta ári sem klárlega var af völdum kvikuinnskots.

Myndin er af skjálftavefsjá Veðurstofunnar og sýnir upptök skjálfta á Reykjanesskaga síðustu þrjá sólarhringa. Stóri rauði hringurinn merkir upptök stærsta skjálftans.
Scroll to Top