Mikil skjálftavirkni við Fagradalsfjall í dag 26.febrúar

Birta á :

Um hádegisbilið í dag hljóp mikill kraftur í hina öflugu jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesskaga í fyrradag. Um kl. 12:06 varð skjálfti uppá M 4,4 og síðan til kl 17 30 hafa 27 skjálftar náð M 3 af styrkleika og nokkrir stærri en M 4. Upptökin eru á svipuðum slóðum og í fyrradag en virðast þó helst bundin við tvær sprungur við Fagradalsfjall.

Skjálftar í dag 26. febrúar frá hádegi til kl 17 30. Heimild: Skjálftavefsjá á vef Veðurstofu Íslands.

Ekki hefur orðið vart við kvikuhreyfingar eða innskot en sérfræðingar á Veðurstofunni taka fram að vegna hins mikla fjölda skjálfta þá er ekki útilokað að minniháttar hreyfingar kæmu ekki fram á mælum. Það vekur hinsvegar athygli að nokkuð hefur verið um djúpa skjálfta þ.e. 7-10 km og dýpri. Það er alltaf grunsamlegt því á þessu dýpi eru mörk möttuls og jarðskjorpunnar og skjálftar þar stafa líklegast af kvikuhreyfingum.

Ekki hefur heldur verið nein virkni austan Kleifarvatns og tala jarðfræðingar um að það svæði sé “læst”. Það þýðir að verði skjálftar þar á annað borð þá geti þeir orðið mjög stórir því engin spennulosun hefur átt sér stað þar. Þar er jarðskorpan mun þykkri en vestar á Reykjanesskaga og getur því framkallað mun stærri skjálfta, allt að M 6,5 af því að talið er. Í tvígang hafa slíkir skjálftar fylgt hrinum vestar á skaganum á síðustu öld, árin 1929 og 1968. Það er því ekki að ástæðulausu að hættustig er í gildi á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu.

1 thought on “Mikil skjálftavirkni við Fagradalsfjall í dag 26.febrúar”

  1. þor gunnlaugsson

    það þarf að fara með litla gæslubatinn seþm er með fjolgeisla dyptarmæli og getur kortlagt landgrunnið umhverfis Reykjanesið enda rifna vegir ekki i sundur bara af þvi.þa hafði austurfleki nessins færst um 3cm fyrir 5 dogum en s i ð an bæst við og hvernig verður umhverfið a yfirborðinu þegar griðar landflæmi færist til austurs og vasturhlutinn til na með Reykjavik fyrir o fan

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top