Einn gígur mjög virkur – Kvikustrókar allt að 50 metra háir

Birta á :
Myndin er af vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og sýnir nýjustu mælingar frá 26. Apríl

27. Apríl 2021

Þær breytingar virðast hafa orðið á gosvirkninni að einn af gígunum sem opnuðust 13. Apríl er orðinn langvirkastur meðan frekar lítið líf er í öðrum og nokkrir alveg hættir að gjósa eða sýna neitt lífsmark

Þetta er þróun sem almennt er talin verða í dyngjugosum, að þau opnist á sprungum en virknin færist að mestu á einn gíg þegar líða tekur á gosið.  Þetta sést ágætlega á vefmyndavél Rúv.

Annað sem er helst að frétta af gosinu:

  • Kvikuframleiðslan er enn  á milli 5-7 rúmmetra á sekúndu . Allra nýjasta mæling sýnir 6,3 m3 á sekúndu.
  • Hraun hefur runnið niður í Meradali úr tveimur áttum og stutt í að það loki af hrygginn sem Morgunblaðsmyndavélin er staðsett á.  Enn vantar þó mikið upp á að fylla Meradalina af hrauni.
  • Gosórói rokkar nokkuð samkvæmt mælum.
Skjáskot af myndavél Rúv 27. Apríl og sýnir mikla kvikustrókavirkni í gíg sem opnaðist 13. Apríl.

 

Scroll to Top