GRÍÐARLEG JARÐSKJÁLFTAVIRKNI OG KVIKUGANGUR AÐ MYNDAST Á SUNDHNÚKASPRUNGUNNI

Birta á :
  • ALLAR LÍKUR Á AÐ ELDGOS HEFJIST INNAN SÓLARHRINGS
  • MIKLAR SKEMMDIR Í GRINDAVÍK EFTIR JARÐSKJÁLFTANA
  • LÍKUR Á AÐ JÖRÐ OPNIST NORÐARLEGA Á SUNDHNÚKASPRUNGUNNI
  • ÓVÍST HVAÐA MANNVIRKI ERU Í HÆTTU
Svona lítur skjálftakort Veðurstofunnar út nú í kvöld Mikið er um svokallaða draugaskjálfta utan Reykjanesskagans sem eru villur. Slíkt gerist þegar virknin er svo þétt að mælanetið nær ekki utan um hana.

Allt hefur leikið á reiðiskjálfi á Suðurnesjum í dag, sérstaklega þó í Grindavík.  Skjálftavirkni hófst af nokkrum krafti strax í morgun og herti svo mjög seinni part dags og varð þá einhver þéttasta skjálftavirkni sem mælst hefur hér á landi með svo miklu magni stórra skjálfta að jörð skalf hreinlega stanslaust um tíma.  Kvikugangur er talinn vera að myndast.

Skjálftarnir eiga langflestir upptök við svokallað Sundhnúkagígaröð sem varð til í gosi fyrir um 2400 árum og hluti Grindavíkur stendur á hrauni frá þessu gosi.  Þetta er löng gígaröð, um 10 km og eru syðstu gígarnir í útjaðri Grindavíkurbæjar.  Kvikugangurinn er talinn vera að myndast í norðurhluta þessarar sprungu, norðan vatnaskila jafnvel sem ætti að þýða að Grindavík verður hlíft við hraunrennsli.  Óvíst er hinsvegar hvort mannvirkin í Svartsengi sleppi.

Atburðirnir eru að gerast mjög hratt og verður uppfært þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Satt að segja er staðan nokkuð óljós, vísindamenn eru ekki sammála um hvar liklegast er að gjósi en allir virðast vera komnir á þá skoðun að eldgos sé óumflýjanlegt.  Hættustigi hefur verið lýst yfir vegna þessara hamfara.  

Margir Grindvíkingar eru farnir úr bænum.  Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar.

UPPFÆRT 11/11 KL. 01 20

ÓTTAST AÐ KVIKUGANGURINN SÉ UNDIR GRINDAVÍK OG VERIÐ AÐ RÝMA BÆINN.  

Skjálftavirknin síðustu klukkustundir hefur verið undir eða við Grindavík að miklu leyti.  Sú staðreynd og aðrar mælingar benda til þess að suðaustur endi kvikugangsins liggi í gegnum bæinn og að hann teygi sig síðan nokkra kílómetra í norðaustur eftir Sundhnúkagígaröðinni.  

Þá er talið að mikil kvika sé á ferðinni, miklu meiri en í undanförnum gosum í Fagradalsfjalli.  Einnig er líklegt að þessi kvika sé komin úr kvikugeymi undir Fagradalsfjalli.  Þetta er þá mögulega ekki kvikan sem hefur safnast saman undir Svartsengi, hún er líklega enn á sínum stað og bíður þess etv. að komast upp.  Hér er því um mjög flókna jarðfræðilega atburðarrás að ræða.

Gott yfirlit yfir jarðskjálfta :  Skjálfti 2.0 (vafri.is)

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top