Katla 1755

Birta á :

Eftir hamfarirnar í Kötlu 934 þá gaus hún hefðbundnum basaltgosum, fremur litlum en þó með fáum undantekningum til 1755.  það gos er reyndar “hefðbundið” fyrir basaltgosin í Kötlu varðandi flest nema kraftinn og magn gosefna.  Þetta var stórt gos og því fylgdi mikið hlaup.  Upp kom 1,5 mk3 af gjósku sem gerir þetta að einu af stærstu gjóskugosum á sögulegum tíma á Íslandi.  Magn gosefna var um tvöfalt meira en í síðasta Kötlugosi 1918 sem þó var allstórt.

Gosið hófst 17. október og stóð í um 4 mánuði.  Um 30 cm gjóskulag féll í Skaftártungu í 20-25 km. fjarlægð frá eldstöðinni.  Tjónið varð mikið vegna gjóskufalls, um 50 jarðir fóru í eyði og amk. 2 menn létust af völdum eldinga í gosinu.  Hlaupið sjálft olli litlu tjóni þó það hafi verið með allra stærstu Kötluhlaupum.

Scroll to Top