Allsnörp jarðskjálftahrina varð í gærkvöldi og í nótt vestast á Reykjanesskaganum, í Reykjaneskerfinu smammt norðaustur af Reykjanestá. Stærsti skjálftinn náði 4 af stærð og fannst sá um allan Reykjanesskagann, höfuðborgarsvæðið og eitthvað suður með sjó. Skjálftahrinur á þessum slóðum eru algengar og hafa nokkrar svipaðar hrinur orðið þarna á undanförnum árum. Þetta er hluti af atburðarrás sem hófst fyrir gosið í fyrra.
Þó skjálftahrinurnar séu að hlaupa á milli kerfa á Reykjanesskaganum, þá er frekar ólíklegt að eldvirkni geri það nema yfir mjög langt tímabil, tugi eða hundruð ára. Ef marka má tvö síðustu eldgosaskeið á skaganum þá hefst eldvirknin austast á honum og færist svo í vestur átt á löngum tíma. Þetta gosskeið sem er nú hafið hagar sér reyndar strax öðruvísi, með gosi á miðjum skaganum í kerfi sem hafði ekki gosið í 6000 ár. Það skildi því ekki útiloka neitt.
Næstu daga kemur væntandlega í ljós með gögnum frá gsp mælingum hvort færslur hafi átt sér stað í þessum skjálftum eða landris sem mundi þá þýða að kvika væri á hreyfingu.
Nýjustu skjálftarnir í hrinunni hafa flestir hverjir orðið skammt suðvestur af Reykjanestá.