Askja 1875

Birta á :

Gosið virðist hafa átt sér nokkurn aðdraganda.  Árið 1874 í febrúar og svo aftur í desember finnast jarðskjálftar á Norðausturlandi.  Gos hefst svo 3. janúar 1875.  Til að byrja með verða nokkur blandgos , líkast til meinlaus enda langt frá byggð.  Kvöldið 28. mars verður svo fjandinn laus ef svo má segja.  Þá verður svokallað plínískt sprengigos í Öskju.  Gengur það yfir í tveimur stuttum en gífurlega kröftugum lotum, sú fyrri stóð í 1-2 klukkustundir og sú seinni, morguninn eftir, stóð í nokkra tíma og var mun öflugri.

Ógnvænlegur gosmökkur lagðist yfir Austurland frá Héraði og til Berufjarðar.  Á Jökuldal mældist vikurlagið allt að 20 cm þykkt eftir lætin.  Gekk á með þrumum og eldingum og menn sáu vart handa sinna skil.  Vikurmolar á stærð við tennisbolta voru enn heitir þegar þeir féllu, tugum kílómetra frá eldstöðinni.  Askja

Menn hafa skírt þessar hamfarir með því að basaltgangur hafi komist í snertingu við svokallaðan súran gúl undir eldstöðinni og það valdið sprengivirkninni. Í nokkrum eldstöðvum hér á landi eru þessar aðstæður taldar vera fyrir hendi, t.d. í Kötlu.

Gosin héldu áfram fram eftir árinu á svæðinu en ollu ekki frekara tjóni en orðið var.  Gosið olli miklum búsifjum á því svæði sem askan féll og í kjölfar þess fluttu margir Austfirðingar til Vesturheims.

 

Scroll to Top