Nokkuð var um jarðskjálfta um 3-4 km norður af Krýsuvík í nótt og í morgun, við vesturenda Kleifarvatns. Sá stærsti mældist M 3,2 og fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru eðlilegir spennulosunarskjálftar á þessu svæði og tengjast ekki gosinu, amk. ekki beint.
Af gosinu er það að frétta að það sem margir töldu nýjan gíg vera að opnast í gær, reyndis gróðurbruni af völdum gjalls og hraunslettna sem höfðu borist frá aðalgígnum. Þetta kom nokkuð á óvart, þ.e. að gosefnin væru að berast þetta langt og er ein ástæða þess að nú er verið að endurskoða hættumat fyrir svæðið enda engum holt að verða fyrir glóandi gjalli, vikri og hraunslettum.