Enn mikill kraftur í hrinunni á Reykjanesskaganum

Birta á :

Það var meira og minna stöðugur hristingur á Reykjanesskaganum um helgina og virðist sem ekkert dragi úr hrinunni nema síður sé. Tveir skjálftar um M 5 urðu og fjöldi skjálfta yfir M 4. Það sem hefur helst breyst er að upptökin eru að þéttast á svæði milli Fagradalsfjalls og í Norðaustur að Keili. Þó er einnig nokkur virkni í hafi skammt undan Reykjanestá og norðan Krýsuvíkur.

Myndin er sótt á vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálfta síðustu sólarhringa. Grænar stjörnur eru skjálftar yfir M 3 af stærð.

Rétt uppúr kl 16 35 í dag 1.mars reið yfir enn einn öflugur skjálfti, fyrstu mælingar segja M 4.9

Er eldgos í vændum?

Margir eru að spyrja þessarar spurningar, eðlilega.

Það sem bendir til þess að ekki sé að fara að gjósa:

  • Ekkert landris hefur mælst á svæðinu samfara hrinunni
  • Ekki eru að mælast lágtíðniskjálftar sem fylgja kvikuhreyfingum neðanjarðar
  • Ekki er að mælast gasútstreymi sem oft er fyrirboði eldgosa
  • Lítið er um djúpa skjálfta þ.e. 7km og dýpra en þó einhverjir.

(ATH. OFANGREINDAR UPPLÝSINGAR ERU NÚ ÓLJÓSAR Í LJÓSI NÝJUSTU TÍÐINDA. SJÁ NEÐAR Í FÆRSLUNNI )

Það sem er grunsamleg og gæti bent til meiri atburða er:

  • Skjálftahrinan hefur nú staðið sleitulaust í yfir 5 sólarhringa og virðist ekkert draga úr henni. Þetta er óvenjulegt.

Ef svo illa færi að gossprunga opnaðist á þeim stað þar sem skjálftarnir eiga flestir upptök sín þá er lán í óláni að það er líklega skásti staðurinn á Reykjanesskaganum til að fá upp eldgos. Þarna eru engin mannvirki og enginn ætti að vera í hættu. Hraun gæti í versta falli runnið yfir Reykjanesbrautina sem skapar auðvitað mikil óþægindi um tíma amk. Ef sprungan opnast sunnarlega þá væri Suðurstrandarvegurinn í hættu.

Að þessu sögðu verður þó að telja langmestar líkur á að hrinan fjari hægt og rólega út á næstu dögum.

Keilir. Mynd: Óskar Haraldsson

UPPFÆRT KL 17:53

SAMKVÆMT NÝJUSTU MÆLINGUM VERÐUR AÐ TAKA GOS INN Í SVIÐSMYNDINA

TALIÐ ER AÐ KVIKUGANGUR, Þ.E. KVIKUINNSKOT GETI VERIÐ AÐ MYNDAST Í GRENND VIÐ KEILI.

SJÁ NÁNAR FRÉTT ÁR RÚV.IS https://www.ruv.is/frett/2021/03/01/gos-vid-keili-medal-moguleika-sem-tharf-ad-kanna

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top