GRÍÐARLEG SKJÁLFTAVIRKNI VIÐ FAGRADALSFJALL

Birta á :

LAUST EFTIR MIÐNÆTTI HERTI MJÖG Á JARÐSKJÁLFTAVIRKNI VIÐ FAGRADALSFJALL OG VAR HÚN ÞÓ MIKIL FYRIR. SKJÁLFTI AF STÆRÐINNI M 5,0 MÆLDIST UM KL 2 OG ÞAR ÁÐUR HAFÐI MÆLST EINN UM 4,1 OG FJÖLMARGIR MILLI M3 OG 4

Það sem veldur þessu er kvikuuppstreymi, líklega af 8-10 km dýpi upp á 3-5 km dýpi og er ekki annað hægt að ráða af þessu en að mikil kvika streymi upp. Eins og staðan lítur út núna er erfitt að sjá hvernig á ekki að verða eldgos úr þessu því þessi efri hluti jarðskorpunnar tekur ekki endalaust við kviku. Þessi virkni gæti fjarað út en það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess, þvert á móti virðist hún færast í aukana.

Þá hafa skjálftarnir verið heldur vestar og nær Grindavík. Stóri M 5,0 skjálftinn varð um 6 km frá bænum samkvæmt skjálftavefsjá og annar um M 3,6 varð aðeins um 2 km frá bænum nánast undir Grindarvikurveginum austan við fjallið Þorbjörn samkvæmt skjálftavefsjá veðurstofunnar.

Mynd af skjálftavefsjá Veðurstofunnar. Þetta eru nokkrir af helstu skjálftunum frá miðnætti til kl 02 30.
Scroll to Top