1800–2014

Birta á :

Síðan Skaftáreldum lauk þá höfum við verið tiltölulega laus við stór og hættuleg eldgos ef undanskilið er Öskjugosið 1875.  Gosið í Heimaey 1973 var þótt ótrúlegt sé fremur lítið en olli gífurlegu tjóni vegna nálægðar við byggð.   Síðustu 210 ár einkennast af mörgum minniháttar gosum, fyrst og fremst í megineldstöðvum en einnig vöknuðu eldri kerfi til lífsins eins og Vestmannaeyjar og Askja.  Reyndar er vitað um einhver minniháttar gos í Öskju frá landnámi til 1875 en þá vaknar kerfið svo um munar.

Mikið af gosum eru skráð á Grímsvötn í Vatnajökli.  Þau er virkasta eldstöð landsins og hafa verið það lengi þó lítið sé um heimildir frá fyrri öldum enda eldstöðin víðs fjarri mannabyggðum.  20. öldin einkenndist í raun af minniháttar “túristagosum” með fáum undantekningum.  Bæði árin 2010 og 2011 urðu hinsvegar öflugri gos i Eyjafjallajökli og Grímsvötnum en þessar eldstöðvar hafa verið þekktar fyrir.

Þá er athyglisverð breyting á hegðun Heklu.  Í stað stórra gosa með 50-100 ára millibili virðist fjallið gjósa mun oftar en minni gosum.  Þannig hefur hún gosið nokkuð reglulega á um 10 ára fresti frá 1980.  Miðað við nýupptekna hegðun ætti hún að láta að sér kveða á allra næstu árum.

Eldstöð ár hefst ár lýkur gosefni mk3 tegund goss Auðkenni Aðrar upplýsingar
Grímsvötn 1816 gjóskugos gos í jökli
Eyjafjallajökull 1821 1823 gjóskugos gos í jökli Katla gaus þegar þessu gosi lauk
Grímsvötn 1823 gjóskugos gos í jökli
Katla 1823 gjóskugos gos í jökli
Reykjaneshryggur 1830 gjóskugos gos i sjó 4 km NA af Eldeyjarboða
Grímsvötn 1838 gjóskugos gos í jökli
Hekla 1845
Grímsvötn 1854 gjóskugos gos í jökli
Katla 1860 gjóskugos gos í jökli
Bárðarbunga 1862 1864 0,3 hraungos Tröllahraunsgosið á jökullausu svæði suðvestur af megineldstöðinni
Grímsvötn 1867 gjóskugos gos í jökli
Grímsvötn 1873 gjóskugos gos í jökli
Askja 1875 blandgos amk. 6 gos frá jan-júlí
Hekla 1878 Við Krakatind, ekki í Heklu sjálfri
Reykjaneshryggur 1879 gjóskugos gos i sjó SV af Geirfuglaskeri
Reykjaneshryggur 1884 gjóskugos gos i sjó Milli Eldeyjarboða og Geirfuglaskers
Grímsvötn 1892 gjóskugos gos í jökli
Vestmannaeyjar 1896 gjóskugos gos í sjó neðansjávargos nálægt Geirfuglaskeri
Grímsvötn 1897 gjóskugos gos í jökli
Grímsvötn 1902 1903 gjóskugos gos í jökli
Bárðarbunga 1910 gjóskugos gos í jökli
Hekla 1913 Við Mundafell og Lambafit
Katla 1918 gjóskugos gos í jökli
Askja 1921 1930 blandgos Um 9 gos víðsvegar í kerfinu í hrinunni
Grímsvötn 1922 gjóskugos gos í jökli
Reykjaneshryggur 1926 gjóskugos gos i sjó Lítið gos norðan Eldeyjar
Grímsvötn 1934 gjóskugos gos í jökli
Grímsvötn 1938 gjóskugos gos í jökli
Hekla 1947
Askja 1961 blandgos
Vestmannaeyjar 1963 1967 1,1 gjóskugos Surtseyjargosið
Hekla 1970
Vestmannaeyjar 1973 0,25 blandgos Heimaey Mesta tjón í gosi á Íslandi á seinni tímum
Krafla 1975 1984 0,25 hraungos Kröflueldar síðari
Hekla 1980
Hekla 1981
Grímsvötn 1983 gjóskugos gos í jökli
Hekla 1991
Grímsvötn 1996 gjóskugos gos í jökli- Gjálpargosið
Grímsvötn 1998 gjóskugos gos í jökli
Hekla 2000
Grímsvötn 2004 gjóskugos gos í jökli
Eyjafjallajökull 2010 hraungos Gos á Fimmvörðuhálsi
Eyjafjallajökull 2010 gjóskugos gos í jökli Gos í toppgígnum
Grímsvötn 2011 gjóskugos gos í jökli Óvenju öflugt Grímsvatnagos
Bárðarbunga 2014 hraungos Holuhraunsgosið
Scroll to Top