Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall

Birta á :

Skjálfti af stærðinni M 4,2 varð um 3,2 km austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga kl. 16 15 í dag. Rúmum tveim tímum áður hafði orðið skjálfti upp á M 3,7 á sömu slóðum. Fjöldi eftirskjálfta hafa mælst og þar af þrír yfir M 3,0. Skjálftarnir eru nær allir á 5-7 km dýpi.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftanna

Þetta er framhald þeirrar atburðarásar sem hefur verið í gangi nær allt árið á Reykjanesskaganum þar sem kvikuinnskot vestar á skaganum valda spennubreytingum á stóru svæði. Nú virðast skjálftarnir vera að færast austar, þessi hrina við Fagradalsfjall er nokkrum km. austar heldur en skjálftarnir sem urðu 20. júlí sl.

Það má því algjörlega reikna með skjálftum áfram á skaganum og það nokkuð sterkum. Virknin er nú að færast nær Krísuvíkureldstöðinni og því svæði þar sem jarðskjálftar verða reglulega og ekki ólíklegt að þar fari í gang virkni á næstu vikum og mánuðum.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top