- ELDGOS HÓFST AÐEINS HÁLFTÍMA EFTIR AÐ JARÐSKJÁLFTAR BENTU TIL ÞESS AÐ KVIKUHLAUP VÆRI HAFIÐ.
- HRAUN HEFUR RUNNIÐ YFIR GRINDAVÍKURVEG OG MEÐFRAM BLÁALÓNSVEGI.
- HITAVEITULÖGN SEM SÉR ÖLLUM SUÐURNESJUM FYRIR HEITU VATNI FARIN Í SUNDUR.
- GRINDAVÍK EKKI Í HÆTTU EF GOSSPRUNGA OPNAST EKKI NÆR BÆNUM.
- VARNARGARÐAR MUNU LIKLEGAST VERJA VIRKJUNINA Í SVARTSENGI OG BLÁA LÓNIÐ.

ELDGOS HÓFST UM KL. 6 Í MORGUN NORÐARLEGA Á SUNDHNÚKASPRUNGUNNI Á SVIPUÐUM SLÓÐUM OG GOSIÐ SEM HÓFST 18.DESEMBER. VAR GOSSTAÐURINN Í UPPHAFI TALINN HEPPILEGUR OG AÐ INNVIÐIR VÆRU EKKI Í HÆTTU. HRAUNFLÆÐIÐ VAR ÞÓ MEIRA EN LEIT ÚT FYRIR Í FYRSTU, HRAUNIÐ MJÖG ÞUNNFLJÓTANDI OG RANN HRATT. FYRIR HÁDEGI HAFÐI ÞAÐ FLÆTT YFIR GRINDAVÍKURVEG, MEÐFRAM BLAÁLÓNSVEGI OG RAFMAGNSLÍNUR ERU Í HÆTTU.
Reiknað hafði verið með gosi hvenær sem er núna í nokkra daga og kom það því ekkert á óvart. Staðsetningin kanski aðeins norðar en reikna mátti með sem hefði átt að vera kostur, allavega fyrir Grindavík og bjuggust menn við því að fjarlægðin væri næg frá innviðum í Svartsengi svo þeir myndu sleppa. Sú varð ekki raunin.
Gossprungan er um 3 kílómetrar að lengd og það virðist draga mun hægar úr þessu gosi en fyrri gosunum tveimur á Sundhnúkasprungunni. Það skýrist þó betur þegar líður á daginn. Gosið er miklu stærra en janúargosið en mun minna en gosið í desember síðastliðnum.
Ekkert lát hefur verið á landrisinu undir Svartsengi og ekki er búist við öðru en að það haldi áfram eftir að þessu gosi lýkur. Má því búast við gosi á 3-4 vikna fresti meðan á þessu stendur. Reikna verður áfram með því að gosin verði meira og minna á Sundhnúkasprungunni sem er í heild um 15 kílómetra löng.