ELDGOS HAFIÐ Á NÝ – ÖFLUGT GOS Á SUNDHNÚKAGÍGARÖÐINNI

Birta á :
Skjáskot af einni af vefmyndavélum RÚV. slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=Bqudj0x0POA

ELDGOS HÓFST UM RÉTT FYRIR KL. 13 Í DAG Á MILLI STÓRA SKÓGFELLS OG SÝLINGAFELLS Á SUNDHNÚKAGÍGARÖÐINNI EFTIR ÁKVEÐNA JARÐSKJÁLFTAHRINU SEM HÓFST CA TVEIMUR TÍMUM FYRR.  GOSSPRUNGAN LENGIST HRATT Í SUÐURÁTT OG GÆTI NÁÐ SUÐUR FYRIR HAGAFELL.  HRAUN RENNUR HRATT Í VESTURÁTT Í ÁTT AÐ GRINDAVÍKURVEGI OG MANNVIRKJUM Í SVARTSENGI.  GOSIÐ VIRÐIST MJÖG ÖFLUGT OG VIRÐIST MUN ÖFLUGRA EN FYRRI GOS Á SVÆÐINU.  GOSSPRUNGAN ER ORÐIN AMK. 2,5 KM AÐ LENGD OG LENGIST ENN.  

Síðasta eldgos stóð í tæpa tvo mánuði öllum að óvörum.  Landris hafði hafist löngu áður en því gosi lauk og stefndi því í annað gos sem nú er orðið raunin.  Um 20 milljónir rúmmetra af kviku höfðu safnast undir Svartsengi , um það bil tvöfalt meira en fyrir síðasta gos á svæðinu.  Það er því efniviður í talsvert stærra gos en það síðasta var en það hófst 16. mars.  

Hættan sem stafar af þessu gosi tvennskonar,  annarsvegar mannvirki í Svartsengi sem eru þó vel varin með varnargörðum og spurning hvort reyni á þá.  Hinsvegar er það Grindavík, þar er að austanverðu tvöfaldur varnargarður.  Hraun úr síðasta gosi rann að hluta til yfir ytri garðinn án þess að valda nokkrum skaða.  Var þá byggður annar garður fyrir innan þann garð.  Ef sprungan lengist mikið í suðurátt og nær suður fyrir Hagafell þá gæti reynt aftur á varnir við Grindavík.

Scroll to Top