17. Apríl 2021
Hraun er nú farið að renna úr Geldingadölum um haft sem liggur yfir í Meradali. Þar mun þessi hraunstraumur sameinast því hrauni sem fyrir er þar, haldi hann áfram að renna. Meradalir eru hinsvegar allmikið flatlendi og erfitt að sjá fyrir sér að að hraun nái að renna útúr þeim meðan gosið er ekki aflmeira.
Virknin hefur verið mest í syðstu gígunum síðustu sólarhringa, þ.e. þeim sem opnuðust nú í vikunni. Einnig er enn góður gangur í Norðra, sem er annar gíganna sem opnuðust fyrst í gosinu.