Jarðskjáltar um víða veröld

  • No Earthquakes

Langjökull

YfirlitLangjökull

Langjökull er næststærsti jökull landsins, um 950 km2.  Undir honum norðan- og sunnanverðum liggja allhá móbergsfjöll og þar eru jafnframt megineldstöðvarnar tvær  sem jökullinn geymir.  Miðhluti jökulsins myndar einskonar mjóa jökulbrú á milli þessara fjallgarða og talið er líklegt að í upphafi landnáms hafi þar verið jökullaust svæði og því um tvo jökla að ræða.

Jökullinn er víðast hvar frekar þunnur, milli 1-200 metrar.  Í norðurhlutanum er askja um 6 km. í þvermál og 400 metra djúp og jökulfyllt.  Er hún nálægt nyrðri enda eldstöðvakerfisins sem nær svo um 50 km.  til suðvesturs.

Langjökulseldstöðin hefur ekki verið eins mikið rannsökuð eins og flest önnur eldstöðvakerfi landsins sem enn eru virk og stafar það af því að hún er lítt virk og þaðan af síður með hættulegri eldstöðvum landsins.  Það er ekki einu sinni fullljóst hvort um er að ræða eitt eldstöðvakerfi með tveimur megineldstöðvum eða tvö aðskilin eldstöðvakerfi undir jöklinum.  Þó er ljóst að eldstöðvakerfið eða kerfin ná nokkuð langt til suðurs til Þingvalla þar sem það nær nánast að norðurhluta Hengilskerfisins.

Langjökull tilheyrir vestara gosbeltinu, því sama og Reykjanesskaginn og Hengilskerfið.  Allmörg kulnuð eldfjöll eru í nágrenni Langjökuls, svosem Eiríksjökull og Þórisjökull.

Gossaga á nútíma

Langjökull hefur ekki verið mikilvirkur á nútíma ef undan eru skilin nokkuð stór dyngjugos á fyrrihluta nútíma.  Langstærst þeirra er Skjaldbreiður sem er ein stærsta dyngja landsins.  Fjallið er líklega myndað í einu áratuga löngu gosi fyrir um 10.000 árum og er hraunið talið vera allt að 25 rúmkílómetrar sem gerir þetta að einhverju allra mesta hraunflæmi á jörðinni myndað í einu gosi á nútíma.  Dyngjugosin eru reyndar á margan hátt frábrugðin hefðbundnum gosum úr megineldstöðvum.  Þau voru algengust á fyrrihluta nútíma þegar landið reis eftir að ísaldarjökullinn bráðnaði að mestu.  Þrýstingsléttir varð þess valdandi að kvika átti tiltölulega greiða leið beint upp úr möttlinum til yfirborðs.   þessi gos hafa mörg hver varað nokkuð lengi en ekki verið kraftmikil.  Nokkrar dyngjur eru innan eldstöðvakerfis Langjökuls.

Fyrir utan dyngjugosin eru aðeins taldar um 5-6 goseiningar frá nútíma, flestar litlar.   Stærsta hraunið er þó runnið eftir landnám, Hallmundarhraun.  Það rann um árið  900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls og alla leið til byggða í Hvítársíðu um 50 kílómetra leið.  þetta hefur verið allmikið gos því hraunið er um 2-3 rúmkílómetrar og ekki er útilokað að einnig hafi verið eldstöðvar virkar undir jöklinum í þessu gosi.  Heimildir um þetta gos eru furðulitlar miðað við að hraunið náði niður í byggð.

Hraunfossar

Jarðskjálftavirkni hefur frá upphafi mælinga verið nokkuð mikil við Langjökul sem bendir til þess að þarna séu lifandi eldstöðvar.  Eins og áður segir hefur Langjökull ekki verið talinn geyma hættulegar eldstöðvar og hefur því ekki verið í forgangi hvað rannsóknir varðar.  Það er þó ljóst að kerfið eða kerfin í jöklinum eru vel fær um að framleiða nokkuð öflug gos.

Færslur á eldgos.is sem tengjast Langjökli:

Skjálftar við Langjökul (http://eldgos NULL.is/skjalftar-vid-langjokul/) sept 2017

Skjálftar við rætur Langjökuls (http://www NULL.eldgos NULL.is/skjalftar-vid-raetur-langjokuls/)mars 2013

Skjálftahrina á ný í Langjökli (http://www NULL.eldgos NULL.is/skjalftahrina-a-ny-i-langjokli/) júní 2011

Skjálftahrina í Langjökli (http://www NULL.eldgos NULL.is/skjalftahrina-i-langjokli-2/) júní 2011

Skjálftahrina í Langjökli (http://www NULL.eldgos NULL.is/skjalftahrina-i-langjokli/) febrúar 2011

Skjálftar norður af Húsafell (http://www NULL.eldgos NULL.is/skjalftar-nor%C3%B0ur-af-husafelli/) des. 2010

Jarðskjálftar á undarlegum stað (http://www NULL.eldgos NULL.is/jar%C3%B0skjalftar-a-undarlegum-sta%C3%B0/) okt. 2010

2 Responses to Langjökull

  • Pingback: Hlekkur 6 vika 1 | Dísa (http://nemar NULL.fludaskoli NULL.is/00disa/2015/02/25/hlekkur-6-vika-1/)

  • Pingback: 21. mars 2017 Þema Hvítá stöðvavinna jarðeðlisfræði | Náttúrufræði Flúðaskóla (http://natturufraedi NULL.fludaskoli NULL.is/27-februar-tema-hvita-stoeevavinna-jareeelisfraeei-2/)

Færslusafn eftir mánuðum