Árið kveður með skjálftahrinu við Kistufell

Birta á :

Skjálftar við Bárðarbungu og KistufellEldgosaárinu 2010 er nú að ljúka og með viðeigandi hætti –  Eldstöðin Bárðarbunga lætur vita af sér með skálftahrinu nálægt Kistufelli um 20 km. norðaustur af Bárðarbungu.  Það hefur verið viðvarandi órói á þessu svæði lengi.   Fyrr í vikunni var einnig skjálftavirkni í Bárðarbungu sjálfri eins og sést á meðfylgjandi mynd,  bláu punktarnir eru skjálftar í Bárðarbungu en þeir rauðu eru flestir í nánd við Kistufell.  Smáskjálftar sjást þarna einnig nærri Öskju og norður af Kverkfjöllum.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands

Eldgos.is óskar landsmönnum gleðilegs árs og friðar. 

Landris og jarðskjálftar við Krísuvík

Birta á :

Hrina smáskjálfta hófst við vesturenda Kleifarvatns síðastliðna nótt þ.e. rétt við Krísuvík.  Fram kemur á vísi.is að landris hafi hafist á þessu svæði í fyrra en gengið svo til baka.  Síðastliðið vor hófst landrisið svo aftur og er talið stafa annaðhvort af völdum kvikuinnstreymis eða þrýstingsbreytingum á jarðhitasvæðum á þessum slóðum.

Meðfylgjandi kort sem  er fengið af vefsvæði Veðurstofunnar sýnir upptök skjálftanna.  Þetta er á alkunnu skjálftasvæði en það sem vekur áhuga núna er landrisið á svæðinu.  Ekki er þó talið að eldgos sé í aðsigi en síðast urðu staðfest gos á Reykjanesskaganum á 13. öld.   Smelltu hér til að sjá umfjöllun um eldstöðvar á Reykjanesskaganum.

Lausapenni óskast!

Birta á :

Eldgos.is óskar eftir áhugasömum jarðfræðinema eða jarðfræðingi sem vill skrifa færslur þegar eitthvað er um að vera og jafnvel taka þátt í áframhaldandi þróun vefsins.  Það á enn eftir að setja inn efni um nokkur merkileg elstöðvakerfi ss.  Öskju, Kverkfjöll og Hofsjökul svo dæmi séu tekin.  Þá er það einnig í farvatninu að þýða síðuna á ensku. …

Scroll to Top