Árið kveður með skjálftahrinu við Kistufell

Skjálftar við Bárðarbungu og KistufellEldgosaárinu 2010 er nú að ljúka og með viðeigandi hætti –  Eldstöðin Bárðarbunga lætur vita af sér með skálftahrinu nálægt Kistufelli um 20 km. norðaustur af Bárðarbungu.  Það hefur verið viðvarandi órói á þessu svæði lengi.   Fyrr í vikunni var einnig skjálftavirkni í Bárðarbungu sjálfri eins og sést á meðfylgjandi mynd,  bláu punktarnir eru skjálftar í Bárðarbungu en þeir rauðu eru flestir í nánd við Kistufell.  Smáskjálftar sjást þarna einnig nærri Öskju og norður af Kverkfjöllum.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands

Eldgos.is óskar landsmönnum gleðilegs árs og friðar. 

Þitt álit

Scroll to Top
%d bloggers like this: