Aðrar færslur

Vefurinn opinn en enn unnið við uppfærslu

16. Apríl 2021

Þá er búið að opna Eldgos.is á nýjan leik. Skipt var um útlitsþema sem var þónokkur aðgerð og er reyndar ekki alveg lokið því enn er verið að vinna í að laga undirsíður í aðalvalmynd, (submenu)
Helstu breytingar eru þessar:

  • Textinn er allur mun læsilegri, skipt um font og meira línubil
  • Síðan er orðin snjallsímavæn
  • Síðan ætti að vera mun hraðari því hún keyrir á Astra þemanu í WordPress kerfinu sem er mun einfaldara og betur kóðað en fyrra þema
  • Nú er bara einn hliðargluggi (Sidebar) í stað tveggja áður
  • Þemað býður upp á meiri fjölbreytni hvað varðar nýtingu á plássi en áður var

Allar ábendingar varðandi útlitið og efnistök eru vel þegnar!

Að lokum er bent á að stefnt er að því að selja auglýsingar á vefinn enda aðsóknin stöðugt að aukast.  Það verður nánar tilkynnt síðar.

Uppfærsla á vefnum – Eldgos.is mun liggja niðri í nokkra daga

Útlitsþemað sem Eldgos.is notast við er orðið nokkuð gamalt og þjónar illa nútímakröfum um viðmót á snjallsímum og spjaldtölvum auk þess sem nýjustu uppfærslur á WordPress og viðbótum vinna ekki með þessu þema.   það hefur staðið til í nokkurn tíma að fara í þessar breytingar en svo hófust umbrotin á Reykjanesskaga og það var varla hægt að taka niður vefinn meðan staðan var frekar óljós.  Nú virðist ástandið þar nokkuð stöðugt fyrir utan nýjar opnanir af og til á gossprungunni og má allt eins gera ráð fyrir langvarandi gosi.

Þessi vinna hefst væntanlega í fyrramálið, mánudagsmorgunn og vonandi gerist ekkert stórfenglegt á meðan!

Heimsókn í steinasafnið Ljósbrá í Hveragerði

Eldgos.is heimsótti á dögunum steinasafnið Ljósbrá í Hveragerði.  Það er staðsett í húsnæði N1 bensínstöðvarinnar þegar komið er inn í bæinn.   Hér er um að ræða eitt stærsta steinasafn í einkaeigu á Íslandi og má finna þar langflestar steindir sem finnast á landinu auk fróðlegra jarðfræðilegra útskýringa.  Mælum við eindregið með heimsókn í Ljósbrá fyrir áhugafólk um jarðfræði og ekki skemmir fyrir að aðgangur er ókeypis.

Íslensk náttúra er ríkari af merkilegum steindum en marga grunar þrátt fyrir ungan aldur landsins í jarðfræðilegum skilningi.

Það er Hafsteinn Þór Auðunsson sem rekur safnið ásamt fjölskyldu sinni en steinum sem finna má á safninu hefur verið safnað síðan um árið 1960.  Þá er einnig mjög áhugavert handverk að finna á safninu.

Safnið er opið frá 9 – 17 á virkum dögum og 10-17 um helgar.  Vefsíða safnsins:  mineralsoficeland.com

Eldgos.is lá niðri í rúma viku vegna bilunar

Vegna alvarlegrar kerfisbilunar hjá hýsingaraðila okkar, 1984.is lá eldgos.is niðri í rúma viku. Til allrar hamingju virðast engin gögn hafa tapast og það er auðvitað fyrir mestu. –   Þetta leit alls ekki vel út á tímabili en við þökkum starfsfólk 1984.is fyrir  að    leggja nótt við dag við að koma vefsíðum hýstum hjá þeim í lag.

Heimsókn í Lava Centre á Hvolsvelli – Glæsileg sýning

Umsjónarmaður Eldgos.is heimsótti um helgina hið nýja “Lava Centre” á Hvolsvelli.  Lava Centre er , svo notaður sé þeirra eigin texti: “LAVA er tæknileg, gagnvirk afþreyingar- og upplifunarmiðstöð til fræðslu um fjölbreytta eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi og hvernig landið hefur orðið til á milljónum ára.”

Er skemmst frá því að segja að Lava Centre kom mér verulega á óvart.  Þarna hefur verið unnið frábært starf af miklum metnaði og algjörri fagmennsku.  Sérstaklega var það öll gagnvirknin sem síðuhöfundur hreifst af.  Margir snertiskjáir og í einum salnum var gagnvirkur risaskjár sem náði yfir þrjár hliðar salarins og sýndi þær fimm eldstöðvar sem eru í næsta nágrenni við Hvolsvöll- gjósandi!

Sýningin er mjög fræðandi og myndræn.  Hraunrennsli í návígi, upplífun jarðskjálfta, möttulstrókurinn undir Íslandi – öllu er þessu lýst eins vel og hægt er.  Byggingin sjálf er sérlega skemmtileg og fellur vel í landslagið.  Auk sýningarsala er stór og smekklega innréttaður veitingasalur þar sem verð á mat og veitingum eru sanngjörn.  Þá er verslun með mynjagripi og vörur tengdar eldvirkni á staðnum.

Heimasíða sýningarinnar: Lava Centre.  Einnig er  á sýninguna undir “Tenglar um jarðfræði”.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá sýningunni.  Hægt er að smella á þær til að stækka.

20170625_160937_HDR 20170625_161633_HDR 20170625_162051_HDR 20170625_162330_HDR 20170625_163039_HDR 20170625_163458_HDR 20170625_164301_HDR 20170625_164525_HDR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Scroll to Top