Skjálftar norður af Húsafelli

Birta á :

Hrina smáskjálfta hófst í nótt um 15-20 km norður af Húsafelli.  Hafa mælst  um 25 skjálftar á 12 tímum samkvæmt mælum Veðurstofunnar, flestir á bilinu 1-2 á Richter.    Nokkur virkni hefur verið í kringum Langjökulskerfið undanfarið sbr.  skjálftana við Blöndulón fyrir skömmu. 

2 thoughts on “Skjálftar norður af Húsafelli”

  1. Táknar þetta , endurskoðun á sprungu kerfi Íslands?,, Er þetta tengt skorpuhreyfingum á Reykjanesi?,, Eru flekahreyfingar á Þingvöllum að aukast?,,

  2. Það held ég ekki. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við þessa skjálfta, þeir eru á kunnu sprungubelti og þarna hafa oft orðið allstórir skjálftar. Þetta gæti tengst hreyfingunum á Reykjanesi að því leiti að þetta er hvorutveggja á vestara- gosbeltinu, einhver smá óróleiki þar núna. Ekkert sem bendir þó endilega til þess ennþá að þetta verði eitthvað meira.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top