Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Birta á :

.

Laust fyrir kl. 3 í nótt hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, um 10-15 Km. suðvestur af Geirfugladrangi.  Stærsti skjálftinn hefur mælst skv. sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar 3,6 M en tveir aðrir yfir 3 og  mikill fjöldi minni skjálfta.  Skjálftahrinur á þessum slóðum eru algengar.  Fyrr á þessu ári urðu hrinur á svipuðum slóðum, í febrúar, mars og apríl.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir skjálftana í nótt.

Grein um jarðskjálftann mikla í Japan 2011

Birta á :

.

Bætt hefur verið við efnisflokknum “Ýmis fróðleikur” í valmynd síðunnar og þar er ætlunin að safna saman fróðlegum greinum og pistlum um jarðfræði.  Fyrsta greinin fjallar um jarðskjálftann mikla við Japan í mars 2011.  Þetta var einn af stærstu jarðskjálftum sem mælst hafa á jörðinni og olli flóðbylgjan í kjölfar hans gríðarlegu tjóni.  Greinin var upphaflega skrifuð sem rigerð í HÍ og er því með nokkuð fræðilegu ívafi en ætti þó að vera auðskiljanleg og vonandi fróðleg!

Ofureldfjöll – Yellowstone

Birta á :

Á næstunni ætlum við að bæta við efni um svokölluð ofureldfjöll (Super volcanoes) en þau eru talin vera 4-5 á jörðinni, ekkert þó á Íslandi til allrar hamingju.  Ofureldfjall er eldfjall sem getur framleitt yfir 1000 rúmkílómetra af gosefnum í einu eldgosi.  Til samanburðar komu upp um 19-20 rúmkílómetrar í Eldgjárgosinu  árið 934 sem er mesta gos Íslandssögunnar.   Eins og gefur að skilja hefði stórgos í ofureldfjalli mikil áhrif um allan heim og gæti jafnvel leitt til endaloka núverandi siðmenningar á jörðinni.  Á Youtube má finna mikið af góðu efni um ofureldfjöll og hér er vandaður þáttur úr smiðju BBC um ofureldstöðina Yellowstone í Bandaríkjunum. httpv://www.youtube.com/watch?v=o-zM8IQHVzI

 

Uppfærsla

Birta á :

Nú er unnið af uppfærslu síðunnar.  Reynt verður að forðast að taka hana niður en það gæti þó verið óhjákvæmilegt í einhverjar klukkustundir næstu daga.

Að þessu sinni er um nokkra útlitsupplyftingu að ræða.  “Content” svæðið er stækkað til að nýta betur pláss en einnig til að síðan njóti sín betur á stærri skjám.  Síðuhausinn er uppfærður með nýjum myndum og litum á síðunni breytt eitthvað.

Fljótlega fara að birtast greinar um erlent efni og ýmis fróðleikur um jarðfræði.   Allar hugmyndir um viðbætur eða efnistök eru sem fyrr vel þegnar:)

Scroll to Top