Bárðarbunga skelfur

Birta á :
Skjálftar norðaustur af Bárðarbungu undanfarna sólarhringa.  Mynd fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Skjálftar norðaustur af Bárðarbungu undanfarna sólarhringa. Mynd fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Skjálfti upp á M 3,7 varð við Kistufell skammt norðaustur af Bárðarbungu um kl. 14 40 í dag.  Þarna hefur reyndar skolfið alla vikuna en skjálftinn í dag var sá stærsti í þessari hrinu hingað til.  Skjálftar á þessu svæði eru algengir og hafa jarðskjálftahrinur gengið yfir á þessum slóðum að jafnaði tvisvar á ári undanfarin ár.

Skjálftarnir tengjast Bárðarbungueldstöðinni en ýmislegt bendir til þess að það sé farið að styttast í það að þetta mikla eldfjall fari að minna á sig.

Eftir mjög rólega tíð þá hafa verið nokkrar skjálftahrinur í gangi undanfarna viku á og við landið.

Frétt mbl.is af skjálftanum

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top