Jarðskjálftar í Kötluöskjunni – Hlaupvatn í ám

Birta á :
Skjálftar í Kötlu undanfarna sólarhringa.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Skjálftar í Kötlu undanfarna sólarhringa. Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna óróa í Mýrdalsjökli.  Síðastliðna viku hafa mælst fjölmargir grunnir jarðskjálftar austarlega í Kötluöskjunni og nú hefur orðið vart við aukna leiðni og hlaupvatn i ám sem renna frá jöklinum, þ.e. Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl.

Það er þó ekkert sem bendir til þess að Kötlugos sé í aðsigi, skjálftarnir tengjast nær örugglega jarðhitakerfum i jöklinum og einnig hlaupvatnið.  Veðurfarslegar ástæður eru því líklegri heldur en að kvika sé að stíga upp en þegar Katla á í hlut þá er fylgst sérlega vel með og gefnar út tilkynningar um leið og eitthvað breytist.   Skjálftavirkni eykst að jafnaði um mitt sumar í Kötlu og helst fram á haust.  Virknin núna er eitthvað meiri en á sama tima undanfarin ár.

Sumarið 2011 varð eins og menn muna talsvert hlaup í Múlakvísl sem olli tjóni  á þjóðveginum auk þess að gjöreyðileggja brú yfir ána.  Bráðabirgðabrú var reist á nokkrum dögum og svo vill til að nýbúið er að hleypa umferð á nýja fullgerða brú yfir ána.  Eins og staðan er núna ætti hún þó ekki að vera í hættu.

Fréttir um óróann i Kötlu:

Rúv: Vísindamenn fylgjast grannt með Kötlu

Vísir.is: Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár

Mbl.is: Óvissustig vegna jökulhlaups

DV.is: Leiðsögumaður:”Það er venjulega ekkert vatn á þessu svæði”

 

 

 

Scroll to Top