Snarpur skjálfti í Kötlu

Birta á :
Skjálftar í Kötlu 26.jan 2017.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Skjálftar í Kötlu 26.jan 2017. Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Skjálfti sem miðað við fyrstu tölur mældist M 4,3 varð í miðri Kötluöskjunni í dag.  Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa fylgt.  Þetta er stærsti skjálftinn i Kötlu siðan i hrinunni 29. ágúst þegar tveir skjálftar 4,5 og 4,6 mældust og það voru þá stærstu skjálftar í Mýrdalsjökli i 39 ár.

Skjálftinn í dag fannst í Vík í Mýrdal en það er hreint ekki algengt að skjálftar í Kötlu finnist í byggð.  Skjálftarnir í dag eiga það sameiginlegt með langflestum skjálftum í Kötlu undanfarið að þeir virðast mjög grunnir, mælast á um 1km dýpi eða við yfirborðið.  Það bendir frekar til þess að einhverjar breytingar á jökulfarginu valdi skjálftunum frekar en kvikuhreyfingar.  Það er þó engan veginn hægt að útiloka að þrýstingsbreytingar af þessu tagi geti haft áhrif á kvikuhólf eldstöðvarinnar og  komið af stað eldgosi.

Fréttir fjölmiðla af skjálftanum í dag:

Ruv.is: Stór skjálfti í Kötlu

Mbl.is: 4,3 stiga skjálfti i Kötlu

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top