Goslokum enn ekki lýst yfir

Birta á :

16. ágúst 2010eyjafjallajökull eldgos

Samkvæmt frétt mbl.is í dag þá vilja jarðfræðingar enn ekki lýsa yfir goslokum í Eyjafjallajökli.  Vikur eða jafnvel mánuðir geta liðið áður en slík yfirlýsing verður gefin.  Ekki eru gefnar aðrar skýringar en að hætta sé á eðjuflóðum en þau tengjast auðvitað ekki nýrri eldvirkni, heldur verða vegna ösku sem nú þegar eru á jöklinum og getur farið af stað í miklum rigningum.

Í ljósi sögu fjallsins er heldur ekki skrítið að goslokum sé ekki lýst yfir, í gosinu 1821-3 hófst gos á ný eftir um hálfs árs hlé.

Skjálftar í Bárðarbungu og úti fyrir norðurlandi

Birta á :

28. júní 2010

Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið norðan til í Bárðarbungi, í Dyngjujökli, í allt sumar.  Það virðist sem tíðni þessara skjálfta sé smámsaman að aukast.  Sennilega eru þetta hreyfingar í kvikuhólfi Bárðarbungu, ekki ólíklegt að kvika sé að streyma inn í það að neðan.  Í raun hefur verið órói í Bárðarbungu árum saman en tíðni skjálfta virðist þó vera að aukast.

Úti fyrir Norðurlandi hafa verið tíðir skjálftar síðustu vikur.  þeir eru á þekktum brotabeltum og boða ekki eldgos.

Examiner.com Triple Crown of global cooling could pose serious threat to humanity

Birta á :

20.maí

Á vefsíðunni examiner.com er fjallað um mögulegar afleiðingar Kötlugoss.  þetta er fróðleg grein en þó líklega dálítið ýkt á köflum.   Hér er brot úr henni: ”

Unfortunately, there is a very real chance Eyjafjallajokull’s much larger neighbor, the Katla volcano, could blow its top, creating the third-climate driver in the Triple Crown of Cooling. If Katla does erupt, it would send global temperatures into a nosedive, with a big assist from the cool PDO and a slumbering sun.

The Katla caldera measures 42 square miles and has a magma chamber with a volume of around 2.4 cubic miles, enough to produce a Volcanic Explosivity Index (VEI) level-six eruption – an event ten times larger than Mount St. Helens.”

Þarna er talað um að Katla geti framkallað gos af stærðinni VEI6 á þeim skala en það  er afar sjaldgæft að svo öflug gos verði í Kötlu. VEI skalinn mælir magn gosefna og til að ná VEI 6 þarf eldfjall að skila af sér 10-100 rúmkílómetrum af föstum gosefnum.  Sem dæmi er talið að gosið í Eyjafjallajökli hafi nú framleitt um 0,25 mk3 (rúmkílómter) og mundi flokkast sem VEI4 gos enn sem komið er.  VEI kvarðinn er þó ekki heilagur, hann tekur t.d. ekki tillit til lengd goss og fleiri mikilvægra atriða.



Myndir frá Eyjafjallajökli

Birta á :

Nokkrar myndir frá Eyjafjöllum

Síðuhöfundur var á ferð undir Eyjafjöllum í dag.  Ljóst er að ástandið er verulega slæmt vegna öskufalls sem enn er töluvert á svæðinu.  Góðu fréttirnar eru þær að gróðurinn virðist jafna sig furðu fljótt eins og sjá má vestan til á svæðinu þar sem er orðið nokkuð grænt aftur eftir mikið öskufall fyrstu daga gossins.

Langjökull — umfjöllun

Birta á :

Ný umfjöllun um eldstöðvakerfi :  LangjökullLangjökull

Nú hefur Langjökli verið bætt við í  umfjöllun um einstök eldstöðvakerfi.   Langjökull hefur verið tiltölulega lítt rannsakaður miðað við flestar aðrar virkar eldstöðvar á landinu en nokkur jarðskjálftavirkni af og til bendir til þess að undir jöklinum leynast vel virkar eldstöðvar.

Scroll to Top