20.maí
Á vefsíðunni examiner.com er fjallað um mögulegar afleiðingar Kötlugoss. þetta er fróðleg grein en þó líklega dálítið ýkt á köflum. Hér er brot úr henni: ”
Unfortunately, there is a very real chance Eyjafjallajokull’s much larger neighbor, the Katla volcano, could blow its top, creating the third-climate driver in the Triple Crown of Cooling. If Katla does erupt, it would send global temperatures into a nosedive, with a big assist from the cool PDO and a slumbering sun.
The Katla caldera measures 42 square miles and has a magma chamber with a volume of around 2.4 cubic miles, enough to produce a Volcanic Explosivity Index (VEI) level-six eruption – an event ten times larger than Mount St. Helens.”
Þarna er talað um að Katla geti framkallað gos af stærðinni VEI6 á þeim skala en það er afar sjaldgæft að svo öflug gos verði í Kötlu. VEI skalinn mælir magn gosefna og til að ná VEI 6 þarf eldfjall að skila af sér 10-100 rúmkílómetrum af föstum gosefnum. Sem dæmi er talið að gosið í Eyjafjallajökli hafi nú framleitt um 0,25 mk3 (rúmkílómter) og mundi flokkast sem VEI4 gos enn sem komið er. VEI kvarðinn er þó ekki heilagur, hann tekur t.d. ekki tillit til lengd goss og fleiri mikilvægra atriða.