Eyjafjallajökull

Frostbrestir mælast sem jarðskjálftar í Eyjafjallajökli

Samkvæmt jarðskjálftayfirliti Veðurstofunnar hefur mælst nokkur fjöldi jarðskjálfta í Eyjafjallajökli og reyndar í Mýrdalsjökli einnig í dag.  Vísir.is greinir frá því að þetta eru frostbrestir vegna mikilla kulda á svæðinu en ekki jarðhræringar.  Einhverjir skjálftanna í Mýrdalsjökli eru þó “eðlilegir” ef svo má segja.  Þarna er mælanetið orðið mjög nákvæmt og greinir því minni hreyfingar en víða annarsstaðar sem er væntanlega skýringin á því að frostbrestir koma ekki fram á mælum í öðrum jöklum landsins.

Goslokum enn ekki lýst yfir

16. ágúst 2010eyjafjallajökull eldgos

Samkvæmt frétt mbl.is í dag þá vilja jarðfræðingar enn ekki lýsa yfir goslokum í Eyjafjallajökli.  Vikur eða jafnvel mánuðir geta liðið áður en slík yfirlýsing verður gefin.  Ekki eru gefnar aðrar skýringar en að hætta sé á eðjuflóðum en þau tengjast auðvitað ekki nýrri eldvirkni, heldur verða vegna ösku sem nú þegar eru á jöklinum og getur farið af stað í miklum rigningum.

Í ljósi sögu fjallsins er heldur ekki skrítið að goslokum sé ekki lýst yfir, í gosinu 1821-3 hófst gos á ný eftir um hálfs árs hlé.

Aukin virkni í Eyjafjallajökli

Eyjafjallajökull: Enn eitt kvikuinnskotið – Toppgígurinn að þrengjast ?

Um kl. 11 í morgun hófst enn á ný skjálftahrina á miklu dýpi undir Eyjafjallajökli.   Um 40 skjálftar mældust í dag, flestir á 18-20 km. dýpi. Má ætla að þá hafi enn eitt kvikuinnskotið átt sér stað sem mun viðhalda eða auka kraft gossins næstu sólarhringa.  Þessir skjálftar hafa svo haldið áfram fram á kvöld.  Einnig vekja athygli skjálftar sem eru mjög grunnir undir toppgígnum.  þeir gætu bent til þess að nú sé gosrásin tekin að þrengjast eins og Ómar Ragnarsson bendir á í bloggfærslu um málið.  Myndin er fengin úr vefsjá veðurstofunnar.

Þrenging gosrásarinnar þarf ekki að boða lok gossins, allavega ekki meðan enn streymir kvika að neðan.  Sprengivirkni eykst eftir því sem gosopið þrengist.  Eins og Ómar bendir á þá er sá möguleiki fyrir hendi að gígurinn stíflist alveg en þá mundi kvikan væntanlega leita annarra leiða til yfirborðs.

 



Fimmvörðuháls


Scroll to Top