Lausapenni óskast!

Birta á :

Eldgos.is óskar eftir áhugasömum jarðfræðinema eða jarðfræðingi sem vill skrifa færslur þegar eitthvað er um að vera og jafnvel taka þátt í áframhaldandi þróun vefsins.  Það á enn eftir að setja inn efni um nokkur merkileg elstöðvakerfi ss.  Öskju, Kverkfjöll og Hofsjökul svo dæmi séu tekin.  Þá er það einnig í farvatninu að þýða síðuna á ensku. …

Hlaup hafið úr Grímsvötnum

Birta á :

Fullvíst er nú talið að hlaup hafi hafist úr Grímsvötnum í Vatnajökli á fimmtudaginGrímsvötnn.  Mun það ná hámarki á 4-5 dögum.  Síðastliðna nótt mældist jarðskjálfti um 3 á Richter undir Grímsfjalli sem er við vötnin.   Hlaup nú kemur engum á óvart, vitað var að vatnsborðið var orðið mjög hátt í vötnunum.  Skv. frétt á mbl.is  leitar hlaupið nú í Gígjukvísl en ekki í Skeiðará eins og venjan er og er ástæðan breytingar sem orðið hafa við jökulsporðinn í kjölfar þess að jökullinn hefur hopað undanfarin ár.  Raunar er farvegur Skeiðarár alveg þurr um þessar mundir.

Á meðfylgjandi korti sem fengið er héðan sést leið vatns frá Grímsvötnum og einnig eru helstu megineldstöðvar í Vatnajökli merktar inn á kortið.

Nýtt og betra eldgos.is!

Birta á :

Þessa dagana er verið að taka vefinn í gegn og er markmiðið að gera hann skilvirkari, gagnvirkari og skemmtilegri fyrir notendur. Síðunum “Fréttir” og “Næstu gos – umræður” var eytt og í staðinn verða allar nýjar fréttir settar á forsíðuna og notendur geta sett athugasemdir (comment) við þær.
Mikilvægasta nýjungin er þó spjallborðið og vil ég hvetja fólk til að nota það. Í fyrsta skipti þarf að skrá sig og eru leiðbeiningar um hvernig það er gert á spjallborðssíðunni.
Þá var “headerinn” orðinn frekar þreyttur og er settur header í staðinn sem skiptir út myndum á 10. sekúndna fresti inni í hringlaga rammanum. Ef einhverjir gallar koma fram hjá notendum þá væri ágætt að fá upplýsingar um það og hvaða browser þið notið.  Aðrar minniháttar útlitsbreytingar voru framkvæmdar og “baksviðið” lagað þannig að síðan ætti að vera hraðvirkari. 

Jarðskjálftar á undarlegum stað

Birta á :

Síðustu sólarhringa hafa mælst jarðskjálftar um 30-33 km. norðan við Hveravelli eða í nágrenni við Blöndulón.  Sprungusveimur Langjökuls kerfisins nær líklega þetta langt en venjulega er þó mest skjálftavirkni í því kerfi við suðvesturenda jökulsins eða í norðurhluta hans.  Á vef Veðurstofunnar má sjá þessa skjálfta en þeir eru sumir hverjir mjög djúpir, upptök allt niður á 22 km. dýpi sem er nú frekar óvenjulegt. 

UPPFÆRSLA:  Fimmtudagskvöldið 28. okóber herti mjög á hrinunni og mældist skjálfti um 3,7 á Ricther og annar um 3,1.  Sá sterkari virðist eiga upptök á 18,5 km. dýpi.  Styrkleiki hans var síðar færður niður í 3,2 eftir yfirferð. 

Breytingar væntanlegar á eldgos.is

Birta á :

Á næstu vikum verður farið í nokkuð róttækar breytingar á eldgos.is og er markmiðið að sjálfsögðu að gera síðuna betri og skemmtilegri!  Meiri áhersla verður á bloggmöguleika en áður og opnuð verður séstök spjallsíða til að auðvelda notendum skoðanaskipti.  Þá verða einnig einhverjar útlitsbreytingar.  Einnig er stefnan að setja síðuna upp á ensku en það er þó ekki efst í forgangsröðinni.   Óhjákvæmilega gæti þurft að loka síðunni eitthvað af og til meðan þessar breytingar eiga sér stað en reynt verður að komast hjá því í lengstu lög.  Allar hugmyndir um hvernig má gera eldgos.is betri eru vel þegnar!

Scroll to Top