Jarðskjálftar á undarlegum stað

Birta á :

Síðustu sólarhringa hafa mælst jarðskjálftar um 30-33 km. norðan við Hveravelli eða í nágrenni við Blöndulón.  Sprungusveimur Langjökuls kerfisins nær líklega þetta langt en venjulega er þó mest skjálftavirkni í því kerfi við suðvesturenda jökulsins eða í norðurhluta hans.  Á vef Veðurstofunnar má sjá þessa skjálfta en þeir eru sumir hverjir mjög djúpir, upptök allt niður á 22 km. dýpi sem er nú frekar óvenjulegt. 

UPPFÆRSLA:  Fimmtudagskvöldið 28. okóber herti mjög á hrinunni og mældist skjálfti um 3,7 á Ricther og annar um 3,1.  Sá sterkari virðist eiga upptök á 18,5 km. dýpi.  Styrkleiki hans var síðar færður niður í 3,2 eftir yfirferð. 

Breytingar væntanlegar á eldgos.is

Birta á :

Á næstu vikum verður farið í nokkuð róttækar breytingar á eldgos.is og er markmiðið að sjálfsögðu að gera síðuna betri og skemmtilegri!  Meiri áhersla verður á bloggmöguleika en áður og opnuð verður séstök spjallsíða til að auðvelda notendum skoðanaskipti.  Þá verða einnig einhverjar útlitsbreytingar.  Einnig er stefnan að setja síðuna upp á ensku en það er þó ekki efst í forgangsröðinni.   Óhjákvæmilega gæti þurft að loka síðunni eitthvað af og til meðan þessar breytingar eiga sér stað en reynt verður að komast hjá því í lengstu lög.  Allar hugmyndir um hvernig má gera eldgos.is betri eru vel þegnar!

Vatnajökull í stuði

Birta á :

Hvorki meira né minna en fjórar eldstöðvar undir Vatnajökli hafa sýnt jarðskjálftavirkni í vikunni. Er hér um að  ræða Bárðarbungu sem reyndar hefur verið óróleg lengi, Grímsvötn og Kverkfjöll. Allt eru þetta þekktar eldstöðvar sem hafa oft gosið á sögulegum tíma en sú sem hvað verst lætur þessa dagana er eldstöðin Esjufjöll í suðaustanverðum jöklinum, ca. 20 km, NA af Öræfajökli.   Á meðfylgjandi kortið sem fengið er af vef Veðurstofunnar sjást skjálftarnir.  Neðarlega til hægri eru skjálftar í Esjufjöllum. …

Goslokum enn ekki lýst yfir

Birta á :

16. ágúst 2010eyjafjallajökull eldgos

Samkvæmt frétt mbl.is í dag þá vilja jarðfræðingar enn ekki lýsa yfir goslokum í Eyjafjallajökli.  Vikur eða jafnvel mánuðir geta liðið áður en slík yfirlýsing verður gefin.  Ekki eru gefnar aðrar skýringar en að hætta sé á eðjuflóðum en þau tengjast auðvitað ekki nýrri eldvirkni, heldur verða vegna ösku sem nú þegar eru á jöklinum og getur farið af stað í miklum rigningum.

Í ljósi sögu fjallsins er heldur ekki skrítið að goslokum sé ekki lýst yfir, í gosinu 1821-3 hófst gos á ný eftir um hálfs árs hlé.

Scroll to Top