Jarðskjáltar um víða veröld
  • No Earthquakes

Hvað er að gerast við Krísuvík?

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2011/09/020 NULL.jpg)Á dv.is (http://www NULL.dv NULL.is/frettir/2011/9/16/jardvisindamenn-fylgjast-naid-med-krysuvikursvaedinu/) er áhugaverð frétt um umbrotin á Krísuvíkursvæðinu sem hafa staðið yfir lengi með síendurteknum jarðskjálftahrinum og landrisi.   Land hefur risið á svæðinu um 7 cm á síðastliðnum 16 mánuðum.  Ekki er alveg ljóst ennþá hvað veldur landrisinu en annaðhvort er það kvikusöfnun eða breytingar á jarðhitakerfinu.  Jarðvísindamenn fylgjast náið með svæðinu.  Síðustu staðfestu eldgos urðu í kerfinu um árið 1180, á Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn.

Eins og fram kemur í greininni þá geta liðið áratugir frá því eldstöð byrjar að undirbúa gos þar til það brýst upp.   Eldgos hefur að öllum likindum ekki orðið á Reykjanesskaga síðan á 13. öld og goshlé því orðin afar löng á svæðinu sem eins og allir vita er mjög eldbrunnið.

Greinin á dv.is (http://www NULL.dv NULL.is/frettir/2011/9/16/jardvisindamenn-fylgjast-naid-med-krysuvikursvaedinu/)

Athugasemdir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Færslusafn eftir mánuðum