Jarðskjáltar um víða veröld
  • No Earthquakes

Snörp hrina í Mýrdalsjökli í nótt

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2011/10/katla_skjalftar5okt111 NULL.jpg)

Óvenjusnörp jarðskjálftahrina varð í Mýrdalsjökli í nótt.  Mældust hátt í 70 skjálftar, þar af um 20 yfir 2 á Richter og 2-3 um 3 á Richter.  Upptökin eru í öskjunni norð-austanmegin.  Þetta er snarpasta hrinan frá því óróleikinn hófst í Kötlu í sumar.  Það fylgdi þó enginn gos- eða hlaupórói.

Skjálftarnir eru flestir grunnir sem er í sjálfu sér góðs viti þ.e. ekkert bendir til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið enn sem komið er allavega.  Myndin er af vef Veðurstofu Íslands (http://www NULL.vedur NULL.is/)og sýnir upptök skjálftanna í nótt.

mbl.is um 20 skjálftar yfir 2 stig (http://mbl NULL.is/frettir/innlent/2011/10/05/um_20_skjalftar_yfir_2_stig/)

DV – snarpir skjálftar í Mýrdalsjökli (http://www NULL.dv NULL.is/frettir/2011/10/5/snarpir-skjalftar-i-myrdalsjokli/)

Athugasemdir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Færslusafn eftir mánuðum