Reykjanesskagi

Mikil smáskjálftavirkni við Bláfjöll

Síðasta sólarhring hafa nokkrir tugir smáskjálfta nærri upptökum stóra skjálftans í síðustu viku við Bláfjöll.  Virknin hefur því tekið sig upp aftur og við það eykst hættan á fleiri stórum skjálftum á svæðinu.  Meðfylgjandi mynd af vef Veðurstofu Íslands sýnir upptök skjálfta, þeir nýjustu eru merktir með rauðu.  Flestir skjálftarnir eru af stærðinni 0,5-1,5 og á 4-7 km dýpi.  Á tímanum frá kl. 10 – 12 30  í morgun hafa mælst yfir 20 skjálftar á svæðinu og því mikil virkni í gangi.

3,2 stiga skjálfti við Grindavík

Um kl. 16 30 varð jarðskjálfti með upptök nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga 3,2 af stærð og á um 7,4 km dýpi samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands.  Skjálftinn fannst í Grindavík enda upptökin mjög nálægt bænum.  Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa fylgt.  Skjálftar á þessum slóðum eru algengir og fyrir rétt rúmu ári varð skjálfti upp á 3,7 á svipuðum stað.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Ísland og sýnir upptök skjálftans í dag.

Mikið hefur dregið úr skjálftavirkninni við Bláfjöll eftir stóra skjálftann á fimmtudaginn.  Þessir skjálftar tengjast ekki enda langt  á milli upptaka þeirra.

Umfjallanir í fjölmiðlum:

Mbl.is : 3,2 stiga skjálfti við Grindavík

Ruv.is :  Jarðskjálfti á Reykjanesskaga

Snarpur jarðskjálfti við Bláfjöll – fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Um hádegið fannst snarpur jarðskjálfti á höfuðborgarsvæðinu.  Fyrstu mælingar benda til þess að hann hafi verið um 4,5 á Richter.  Upptökin eru við skíðasvæðið í Bláfjöllum.  Samkvæmt vef veðurstofunnar mældist skjálftinn nú  á 5,8 km. dýpi og stærð skjálftans er 4,6 sem gerir hann að stærsta jarðskjálfta í nokkur ár á Reykjanesskaganum.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.  Græna stjarnan sýnir upptök stóra skjálftans en eins og sést á myndinni hefur verið í gangi smáskjálftahrina á Hengilssvæðinu í morgun. Þessir atburðir þurfa þó ekki að tengjast og reyndar er mjög óliklegt að þeir geri það.  Fastlega má búast við eftirskjálftum eftir skjálfta af þessari stærð.

Svæðið er þekkt jarðskjálftasvæði, þarna liggja flekaskil um og mikill fjöldi smærri misgengja og brota út frá þeim.  Skjálftar geta ferið yfir 6 af stærð á þessu svæði en talið er að skjálfti sem varð árið 1929 í Bláfjöllum hafi verið um 6.3 og skjálfti árið 1968 hafi verið um 6.  Hér má sjá grein um þá á mbl.is

Uppfært kl. 14 30

Samkvæmt frétt á Ruv.is eru upptök skjálftans við endann á stóru misgengi sem kortlagt var fyrir nokkrum árum að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.  Páll telur mögulegt að skjálftinn geti leitt af sér stærri skjálfta vegna spennubreytinga á svæðinu.

Jarðskjálftar á Bláfjallasvæðinu geta orðið að jafnaði mun stærri heldur en á Krísuvíkursvæðinu.   Þó svo þetta svæði sé mjög eldbrunnið þá er engin ástæða til að ætla að þessi skjálfti tengist eldsumbrotum.  Að öllum líkindum eru þetta hefðbundnir brotaskjálftar á flekaskilum.

Fréttir fjölmiðla af skjálftanum:

mbl.is :  Jarðskjálfti upp á 4,6 stig

Ruv.is : Jarðskjálfti upp á 4,6 stig við Bláfjöll

Visir.is :  Jarðskjálftinn var 4,6 stig

Pressan.is :  Snarpur  jarðskjálfti á höfuðborgarsvæðinu – stærsti skjálftinn í 3 ár

Snarpir skjálftar rétt við Hafnarfjörð

Um kl. 00 30 í kvöld varð allsnarpur jarðskjálfti sem fannst vel a höfuðborgarsvæðinu.  Skjálftinn átti upptök við Helgafell uþb. 10 km. suður af Hafnarfirði og er skv. mælum Veðurstofunnar á um 3,8 km. dýpi.   Þegar þetta er skrifað um kl. 01 04 varð annar snarpur skjálfti sem fannst mjög vel í höfuðborginni og má ætla að hafi verið um 3,5 -4 af stærð.  Heyrðist greinilegur hvinur á undan honum.  Samkvæmt sjálfvirkum mælum viðurstofunnar mælist hann 3,9.

Fyrr í kvöld urðu tveir skjálftar  af svipaðri stærð norður af Gjögri, fyrir minni Eyjafjarðar.  Fundust þeir kippir víða við vestanverðan Eyjafjörð.

Meðfylgjandi mynd er af vef Veðurstofunnar og sýnir jarðskjálfta síðustu 2 sólarhringa.

UPPFÆRT KL. 14 26

Hrinan við Helgafell fjaraði út á nokkrum klukkustundum en gæti tekið sig upp aftur.  Varla er þó við því að búast að skjálftarnir verði stærri en þeir sem urðu í nótt en sá síðari mældist 4,2M.  Eins og fram kemur í þessari frétt mbl.is þá urðu skjálftarnir nær höfuðborgarsvæðinu en vant er og á minna sprungnu svæði.  Því fundust þeir mjög vel og ollu jafnvel einhverjum skemmdum á húsum í Vallarhverfinu í Hafnarfirði samkvæmt fréttum.

Skjálftarnir í nótt urðu á sprungu sem liggur frá Kleifarvatni, um Sveifluháls og að Rauðavatni.  Þannig gætu orðið skjálftar á þessari sprungu enn nær byggð en í gærkvöldi þó ekkert bendi svosem til þess.

Vert er að vekja athygli á góðri bloggfærslu Ómars Ragnarssonar um þessa skjálfta og Reykjanesskagann.

Allsnarpur jarðskjálfti við Krísuvík

Samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar varð jarðskjálfti upp á 3,6 rétt vestur af Krísuvík um kl. 21 12 í kvöld.   Nokkrir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, allir mun minni.   Skjálftarnir virðast vera nokkru sunnar en undanfarnar hrinur á svæðinu.   Stóri skjálftinn fannst víða á Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu.  Líklegt má telja miðað við fyrri hrinur að virknin haldi eitthvað áfram.

Kortið er fengið af vef Veðurstofu Íslands.

According to  automated service from the Icelandic Met.Office was a 3.6 earthquake just west of the Krísuvík pm. 21 12 this evening. Several earthquakes have followed, all much smaller. Earthquakes appear to be somewhat further south than in recent cycles of the region. The big earthquake was felt across the Reykjanes and the metropolitan area. It seems likely from previous cycles that the activity will continue.

The map is derived from the Icelandic Meteorological Office website.

Scroll to Top