Jarðskjáltar um víða veröld
  • No Earthquakes

Skjálfti yfir 3 á Richter í Kötlu

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2011/09/skjalftar_katla_1sep11 NULL.jpg)Um kl 18 45 í gærkvöldi varð jarðskjálfti í Kötlu upp á 3,2 á Richter samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar.  Mældist skjálftinn á tæplega 3ja kílómetra dýpi í norðvestur- hluta öskjunnar.  Nokkuð hefur verið um skjálfta á svæðinu í allt sumar og langflestir þeirra í öskjunni.  Þó er einnig alltaf eitthvað um skjálfta vestar á svæðinu, í grennd við Goðabungu.

Það er alkunn staðreynd að skjálftum fjölgar í Mýrdalsjökli þegar nær dregur hausti og tengist það ísbráðnun á jöklinum sem nær hámarki á þessum árstíma.  Flest eldgos á sögulegum tíma í Kötlu hafa orðið á tímabilinu ágúst-nóvember.  Aukin jarðhitavirkni og nýjir sigkatlar í jöklinum ásamt nokkurri skjálftavirkni gefa fulla ástæðu til að fylgjast með þó of snemmt sé að segja að eldgos sé yfirvofandi.  Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Veðurstofu Íslands. (http://www NULL.vedur NULL.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/myrdalsjokull/#view=map)

Athugasemdir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Færslusafn eftir mánuðum