Skjálfti yfir 3 á Richter í Kötlu

Um kl 18 45 í gærkvöldi varð jarðskjálfti í Kötlu upp á 3,2 á Richter samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar.  Mældist skjálftinn á tæplega 3ja kílómetra dýpi í norðvestur- hluta öskjunnar.  Nokkuð hefur verið um skjálfta á svæðinu í allt sumar og langflestir þeirra í öskjunni.  Þó er einnig alltaf eitthvað um skjálfta vestar á svæðinu, í grennd við Goðabungu.

Það er alkunn staðreynd að skjálftum fjölgar í Mýrdalsjökli þegar nær dregur hausti og tengist það ísbráðnun á jöklinum sem nær hámarki á þessum árstíma.  Flest eldgos á sögulegum tíma í Kötlu hafa orðið á tímabilinu ágúst-nóvember.  Aukin jarðhitavirkni og nýjir sigkatlar í jöklinum ásamt nokkurri skjálftavirkni gefa fulla ástæðu til að fylgjast með þó of snemmt sé að segja að eldgos sé yfirvofandi.  Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Þitt álit

Scroll to Top
%d bloggers like this: