Skjálftahrina á Reykjaneshrygg
(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2012/04/Reykjaneshryggur_skjalftar27ap2012 NULL.jpg)Skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg um 45-50 km. VSV af Reykjanestá í morgun. Stærsti skjálftinn hingað til mældist 3,1. Mikið hefur dregið úr hrinunni síðustu klukkustundir en hún gæti þó vel tekið sig upp aftur. Hrinur á þessum slóðum eru algengar enda á flekaskilum.
Myndin ef fengin af vef Veðurstofu Íslands (http://www NULL.vedur NULL.is/) og sýnir upptök skjálftanna.
Skildu eftir svar