SIGKATLAR Í JÖKLI OG NÝJAR SPRUNGUR UTAN JÖKULS

Birta á :
Mynd af skjálftavefsjá veðurstofunnar í dag 28.ágúst kl 0935.  Kvikugangurinn hefur ekki lengst síðasta sólarhring en öflug skjálftavirkni er þó nærri enda hans.
Mynd af skjálftavefsjá veðurstofunnar í dag 28.ágúst kl 0935. Kvikugangurinn hefur ekki lengst síðasta sólarhring en öflug skjálftavirkni er þó nærri enda hans.

ÓRÓINN Í BÁRÐARBUNGU HELDUR ÁFRAM, SKJÁLFTI UPP Á 5 STIG MÆLDIST Í ÖSKJUNNI, SIGKATLAR HAFA MYNDAST VIÐ SUNNANVERÐA BÁRÐARBUNGUÖSKJUNA SEM BENDA TIL AÐ ÞAR HAFI ORÐIÐ LÍTIÐ GOS EN ÞAÐ ER EKKI Á ÞVÍ SVÆÐI SEM ÓRÓINN HEFUR VERIÐ OG ÞVÍ ENN EITT ÁHYGGJUEFNIÐ.  ÓLJÓST ER HVAÐ HEFUR ORÐIÐ UM HLAUPVATNIÐ EN LÍKLEGA HEFUR ÞAÐ SAFNAST FYRIR Í GRÍMSVÖTNUM.

YFIRBORÐSSPRUNGUR HAFA MYNDAST OFAN VIÐ KVIKUGÖNGIN OG LITLIR SIGKATLAR Í DYNGJUJÖKLI SEM BENDA TIL ÞESS AÐ KVIKA NÆR AÐ HITA YFIRBORÐIÐ, Þ.E. KVIKUGÖNGIN LIGGJA SENNILEGA GRYNNRA EN ÁÐUR VAR TALIÐ.

Það er því ekkert lát á þessum umbrotum sem enn halda áfram að koma flestum vísindamönnum í opna skjöldu.  Ef eitthvað er jákvætt að frétta síðan í gær þá er það þá helst að kvikugangurinn hefur ekki teygt sig nær Öskju en hinsvegar er enn mikil skjálftavirkni við norðurendann og ef kvikuinnstreymi í hann heldur áfram af krafti eins og verið hefur þá eru allar líkur á því að hann skríði fram.

Úr því sem komið er væri þó sennilega best að fá gos á þeim slóðum þar sem gangurinn endar nú, þ.e. á svo til auðri jörð og ekki nærri eldstöðvakerfi Öskju.  Það væri lán í óláni ef svo færi.

Það bendir margt til þess að hér sé um að ræða upphafið af meiriháttar atburðum, jafnvel miklu stærri en núlifandi kynslóðir Íslendinga hafa orðið vitni að.  Ástæðan er sú að það virðist hafa opnast svokallaður “megingangur” þ.e. kvikan kemur úr geysistórri kvikuþró mjög djúpt að eða jafnvel beint úr möttlinum en ekki kvikuhólfi eins og algengast er undir megineldstöðvum.   Slíkt er  oftar en ekki ávísun á stórgos og eru allar líkur á að flest stærstu gos Íslandssögunnar hafi orðið með þeim hætti.  Ef við setjum stórgos í samhengi við “venjuleg” gos þá komu upp um 0.3 rúmkílómetrar í gosinu í Eyjafjallajökli.   Í Eldgjárgosinu komu um 20-25 rúmkílómetrar upp og eilítið minna í Skaftáreldum. Þetta voru semsagt um 50-60 sinnum framleiðnari gos en gosið í Eyjafjallajökli 2010.

Enn hefur ekki orðið gos sem hefur náð yfirborði og meðan svo er þá er vissulega sá möguleiki fyrir hendi að kvikuinnstreymið hætti og hrinan lognist útaf á næstu dögum.  Það er þó ekkert i dag sem bendir til þess að svo fari en meðann enn ekki gýs, þá er von.

Fréttir dagsins:

mbl.is: Fyrstu ummerki um gos á yfirborði

Visir.is: Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu

Ruv.is: Kvikugangur virðist færast ofar

Scroll to Top