Snarpur jarðskjálfti rétt við Grindavík
Klukkan 22 14 í kvöld varð jarðskjálfti sem mældist 3.7 á Richter á sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar. Upptök skjálftans eru aðeins 2,6 km ANA af Grindavík. Fannst hann á Suðurnesjum og á Höfuðborgarsvæðinu. Þarna hefur skolfið undanfarna daga en þetta er þó stærsti skjálftinn i þessari hrinu. Skjálftar eru algengir á þessum slóðum.