Snarpir skjálftar á Reykjaneshrygg

Birta á :

Allsnarpir jarðskjálftar urðu í gærkvöldi um 20-30 km. suðvestur af Reykjanesi.  Stærsti skjálftinn mældist 4.0 á Richter og annar varð upp á 3.6.   Skjálftarnir eru á flekaskilum og algengt að þarna verði skjálftar af þessari stærð og jafnvel mun stærri.  Engin ástæða er til að ætla að þeir boði eldvirkni.

Einnig hafa mælst skjálftar við Krísuvík undanfarna daga, sá stærsti 2,8 á Richter og fannst hann í Hafnarfirði.  Meðfylgjandi kort er fengið af vef Veðurstofu Íslands.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top