ÓVISSUSTIG VEGNA BÁRÐARBUNGU- LÍKLEGA KVIKUINNSKOT- HUNDRUÐ SMÁSKJÁLFTA

Birta á :
Upptök jarðskjálfta í Bárðarbungu síðasta sólarhring.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands
Upptök jarðskjálfta í Bárðarbungu síðasta sólarhring. Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands

Frá því um kl.4 í nótt hafa vel á þriðja hundrað jarðskjálftar orðið í Bárðarbungu.  Flestir eru þeir smáir, aðeins 2 yfir M 3 en það er ekki áhyggjuefnið, heldur fjöldi þeirra og að kvikuhreyfingar virðast vera orsök þeirra.   Oft hefur skolfið í og við Bárðarbungu á undanförnum árum en ekki á þann hátt sem eldstöðin hegðar sér núna.  Það hafa verið færri og oft stærri skjálftar en þessi hrina sem nú er í gangi samanstendur af miklum fjölda smáskjálfta á ca 4-7 km. dýpi

Upptakasvæðin virðast vera tvö, annars vegar 5-12 km ASA af hátindi Bárðarbungu og hinsvegar á línu 10-15 km ANA af hátindinum.  Gæti þetta bent til tveggja kvikuinnskota á svæðinu.   Kvikuinnskot þýðir sem betur fer ekki nærri alltaf eldgos, hér er um að ræða skot úr kvikuhólfu fjallsins í átt að yfirborði, nái kvikan yfirborði mundi eiga sér stað bráðnun jökulsins og jökulhlaup og í kjölfarið eldgos ef  kvikan nær að bræða ísinn yfir eldstöðinni.  Þess ber að geta að jökullinn í og yfir Bárðarbunguöskjunni er allt að 700 metra þykkur.

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna atburðanna.  Hættustigi verður lýst yfir vísbendingar benda til þess að gos sé að hefjast og neyðarstig ef eldgos er hafið.

Lýsingu eldgos.is á Bárðarbungueldstöðinni er að finna hér

Fréttir fjölmiðla um atburðina í Bárðarbungu:

Mbl.is :  Óvissustig vegna Bárðarbungu

Visir.is: Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands

Hér er mynd fengin af skjálftavefsjá Veðurstofunnar og greinir upptökinn betur.  Sjást hér tvö meginupptakasvæði.
Hér er mynd fengin af skjálftavefsjá Veðurstofunnar og greinir upptökinn betur. Sjást hér tvö meginupptakasvæði.

Ruv.is: Almannavarnir fylgjast grannt með

 

Scroll to Top