Gríðarstórt berghlaup féll í Öskjuvatn

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands. Jara Fatíma Brynjólfsdóttir tók myndina.
Ljósi flekkurinn sem þarna sést er laust efni sem skolaðist í vatnið með skriðunni.
Óhemjustór skriða féll ofan í Öskjuvatn í fyrrakvöld. Er talið að um 24 milljónir rúmmetra af efni hafi fallið í vatnið suðaustantil og skapað flóðbylgjur sem slettust allt að 50 metra upp á hamraveggina umhverfis vatnið. Náði vatn meira að segja að komast yfir haftið á milli Öskju og gígsins Víti. Varla þarf að spyrja að leikslokum hefði einhver verið niður við vatnið þegar þetta átti sér stað en til allrar hamingju var enginn á svæðinu. Yfirborð Öskjuvatns er nú tveim metrum hærra en fyrir berghlaupið.
Svo miklar voru hamfarirnar að óróapúls kom fram á jarðskjálftamælum í um 20 mínútur eftir atburðinn og ljós mökkur steig til himins.
Talið er að mikil hlýindi og snjóbráð að undanförnu hafi komið skriðunni af stað. Öskjuvatn myndaðist eftir stórgos árið 1875 (http://eldgos NULL.is/storgos-eftir-landnam/askja-1875/)og því er landslagið þarna mjög ungt og rof-og mótunaröfl í fullum gangi á svæðinu. Þessi atburður sem slíkur hefur ekkert með eldvirkni að gera né þann óróa og jarðskjálftahrinur sem átt hafa sér stað á svæðinu undanfarin ár.
Fréttir í fjölmiðlum um atburðinn:
RUV: Mikið rof í jarðlögum við Öskju (http://ruv NULL.is/frett/mikid-rof-i-jardlogum-vid-oskju)
Visir.is: Flóðbylgjan náði inn í Víti (http://www NULL.visir NULL.is/flodbylgjan-nadi-inn-i-viti/article/2014140729648)
Mbl.is: Stór skriða féll í Öskjuvatn (http://www NULL.mbl NULL.is/frettir/innlent/2014/07/22/stor_skrida_fell_i_skjuvatn/)
Mbl.is: “Bráðabani” að fara niður að vatninu (http://www NULL.mbl NULL.is/frettir/innlent/2014/07/23/bradabani_ad_fara_nidur_ad_vatninu/)
Skildu eftir svar