Bárðarbunga

Bárðarbunga skelfur

Skjálftar norðaustur af Bárðarbungu undanfarna sólarhringa.  Mynd fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Skjálftar norðaustur af Bárðarbungu undanfarna sólarhringa. Mynd fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Skjálfti upp á M 3,7 varð við Kistufell skammt norðaustur af Bárðarbungu um kl. 14 40 í dag.  Þarna hefur reyndar skolfið alla vikuna en skjálftinn í dag var sá stærsti í þessari hrinu hingað til.  Skjálftar á þessu svæði eru algengir og hafa jarðskjálftahrinur gengið yfir á þessum slóðum að jafnaði tvisvar á ári undanfarin ár.

Skjálftarnir tengjast Bárðarbungueldstöðinni en ýmislegt bendir til þess að það sé farið að styttast í það að þetta mikla eldfjall fari að minna á sig.

Eftir mjög rólega tíð þá hafa verið nokkrar skjálftahrinur í gangi undanfarna viku á og við landið.

Frétt mbl.is af skjálftanum

Skjálftar í Kistufelli

Jarðskjálfti, 3,4 að stærð varð í Kistufelli skammt n.a. af Bárðarbungu í Vatnajökli í nótt.  Skjálftar urðu bæði fyrir og eftir stærsta skjálftann en þeir voru allir undir 2 að stærð.  Skjálftar á þessum slóðum eru mjög algengir í seinni tíð og tengjast einhvernskonar hreyfingum í Bárðarbungukerfinu.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands

Jarðskjálftar við Kistufell í Vatnajökli

Allmargir skjálftar urðu við Kistufell í norðvestanverðum Vatnajökli í gær 14.okt.  Stærstu skjálftarnir voru um 3,1  M og fundust ekki í byggð.  Kistufell og nærliggjandi svæði tilheyrir Bárðarbungueldstöðinni og skjálftahrinur hafa orðið þarna af og til undanfarin ár, í Kistufelli, Bárðarbungu sjálfri og í Hamrinum sunnan við Bárðarbungu.  Síðast varð umtalsverð hrina við Kistufell í Apríl á þessu ári.  Þá er skemmst að minnast hlaups undan Köldukvíslarjökli við Hamarinn í júlí 2011 sem mögulega stafaði af litlu eldgosi undir jöklinum.  Enginn órói fylgdi skjálftunum í gær og fáir skjálftar hafa orðið á svæðinu í dag.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Skjálftar við Kistufell

Hrina smáskjálfta hófst við Kistufell í Vatnajökli snemma í morgun.  Um tugur skjálfta hefur mælst þar en einnig hafa mælst skjálftar sunnar í Bárðarbungu.  Kistufell er um 20-25 km. norðaustur af miðju Bárðarbungu og tilheyrir þeirri eldstöð.  Einnig hafa mælst nokkrir skjálftar í Kverkfjöllum í norðanverðum Vatnajökli í morgun.  Þá er ennþá líf í Tungnafellsjökli sem er einnig á þessum slóðum.

Síðast varð hrina í Kistufelli í desember síðastliðnum.  Jarðskjálftahrinur á þessu svæði hafa verið algengar undanfarin ár, sem og víðar í Bárðarbungueldstöðinni ss. í Hamrinum sunnan til í Bárðarbungukerfinu.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Skjálftahrina við Kistufell

Jarðskjálftahrina hófst við Kistufell skammt norðaustan við  Bárðarbungu í Vatnajökli í gærkvöldi.  Stærsti skjálftinn í hrinunni hingað til mældist 3,3 samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar.  Um tugur skjálfta hefur mælst á um tveim klukkustundum, flestir á bilinu 1,5 – 2,5.  Ekki er að sjá neinn gosóróa á mælum.  Virkni hefur verið af og til á þessu svæði undanfarin ár en þó frekar rólegt síðustu mánuði.

Earthquake swarm took place  northeast of  Bárðarbunga in Vatnajökull peninsula last night. The largest earthquake in the cycle to so far  is 3.3 recording to the automated service from Icelandic Met. Office .There  is n´t  any sign of  harmonic tremor. Activity has been in this area in recent years but  rather quiet in recent months.

Scroll to Top