Jarðskjáltar um víða veröld
  • No Earthquakes

Jarðskjálftar við Kistufell í Vatnajökli

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2012/10/Kistufell_14okt2012 NULL.jpg)Allmargir skjálftar urðu við Kistufell í norðvestanverðum Vatnajökli í gær 14.okt.  Stærstu skjálftarnir voru um 3,1  M og fundust ekki í byggð.  Kistufell og nærliggjandi svæði tilheyrir Bárðarbungueldstöðinni og skjálftahrinur hafa orðið þarna af og til undanfarin ár, í Kistufelli, Bárðarbungu sjálfri og í Hamrinum sunnan við Bárðarbungu.  Síðast varð umtalsverð hrina við Kistufell í Apríl á þessu ári (http://www NULL.eldgos NULL.is/skjalftar-vi%C3%B0-kistufell/).  Þá er skemmst að minnast hlaups undan Köldukvíslarjökli við Hamarinn í júlí 2011 (http://www NULL.eldgos NULL.is/hlaup-undan-koldukvislarjokli/)sem mögulega stafaði af litlu eldgosi undir jöklinum.  Enginn órói fylgdi skjálftunum í gær og fáir skjálftar hafa orðið á svæðinu í dag.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands (http://www NULL.vedur NULL.is/).

Athugasemdir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Færslusafn eftir mánuðum