Jarðskjálftar við Kistufell í Vatnajökli

Birta á :

Allmargir skjálftar urðu við Kistufell í norðvestanverðum Vatnajökli í gær 14.okt.  Stærstu skjálftarnir voru um 3,1  M og fundust ekki í byggð.  Kistufell og nærliggjandi svæði tilheyrir Bárðarbungueldstöðinni og skjálftahrinur hafa orðið þarna af og til undanfarin ár, í Kistufelli, Bárðarbungu sjálfri og í Hamrinum sunnan við Bárðarbungu.  Síðast varð umtalsverð hrina við Kistufell í Apríl á þessu ári.  Þá er skemmst að minnast hlaups undan Köldukvíslarjökli við Hamarinn í júlí 2011 sem mögulega stafaði af litlu eldgosi undir jöklinum.  Enginn órói fylgdi skjálftunum í gær og fáir skjálftar hafa orðið á svæðinu í dag.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top