3,2 stiga skjálfti við Grindavík
(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2012/09/reykjanesskagi1sept2012 NULL.jpg)Um kl. 16 30 varð jarðskjálfti með upptök nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga 3,2 af stærð og á um 7,4 km dýpi samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst í Grindavík enda upptökin mjög nálægt bænum. Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa fylgt. Skjálftar á þessum slóðum eru algengir og fyrir rétt rúmu ári varð skjálfti upp á 3,7 (http://www NULL.eldgos NULL.is/archives/939) á svipuðum stað.
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Ísland (http://www NULL.vedur NULL.is/)og sýnir upptök skjálftans í dag.
Mikið hefur dregið úr skjálftavirkninni við Bláfjöll eftir stóra skjálftann á fimmtudaginn. Þessir skjálftar tengjast ekki enda langt á milli upptaka þeirra.
Umfjallanir í fjölmiðlum:
Mbl.is : 3,2 stiga skjálfti við Grindavík (http://www NULL.mbl NULL.is/frettir/innlent/2012/09/01/3_2_stiga_skjalfti_vid_grindavik/)
Ruv.is : Jarðskjálfti á Reykjanesskaga (http://www NULL.ruv NULL.is/frett/jardskjalfti-a-reykjanesskaga)
Skildu eftir svar