Jarðskjáltar um víða veröld

  • Thu 07:37:02 (UTC) 4.4,New Zealand - Details
  • Thu 07:33:04 (UTC) 5.5,Tonga Islands - Details
  • Thu 07:32:21 (UTC) 3.0,37km N of San Antonio, P.. - Details
  • Thu 07:31:39 (UTC) 4.7,Fiji Islands Region - Details
  • Thu 07:06:19 (UTC) 4.3,Near North Coast of Iria.. - Details
  • Thu 07:04:06 (UTC) 5.1,West Chile Rise - Details
  • Thu 06:58:56 (UTC) 4.2,Offshore Chiapas, - Details
  • Thu 06:43:28 (UTC) 4.2,New Zealand - Details
  • Thu 06:28:58 (UTC) 3.1,四川宜宾市珙县 (C.. - Details
  • Thu 06:01:06 (UTC) 4.0,Minahasa, Sulawesi, - Details
(http://www NULL.chess NULL.com?ref_id=4222785)
Free online chess games! (http://www NULL.chess NULL.com/)

Tjörnesbrotabeltið

Jarðskjálftar á ný í Eyjafjarðarál

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2013/03/tjornes_skjalftar10mar20131 NULL.jpg)

.

Í nótt varð skjálfti upp á 3,8 stig um 14 km norðvestur af Gjögurtá, eða a svipuðum slóðum og stóri skjálftinn varð í október síðastliðnum.  Það hafa verið viðvarandi smáskjálftar á þessum slóðum síðan en þessi er sá stærsti i langan tíma.  Á annan tug eftirskjálfta hafa mælst.  Stærsti skjálftinn í nótt fannst í byggðarlögum næst upptökunum þ.e. Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og reyndar einnig á Húsavík.

Það er því ljóst að umbrotahrinunni í Eyjafjarðarál er ekki lokið og má búast við að þetta haldi eitthvað áfram.  Hrinan hefur enn sem komið er ekki haft áhrif á Tjörnes brotabeltið en það er það sem menn hafa helst haft áhyggjur af enda geta orðið mjög harðir skjálftar á því svæði.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands (http://www NULL.vedur NULL.is/)

Fréttir í fjölmiðlum af skjálftanum:

Ruv.is – Snarpur jarðskjálfti nyrðra (http://www NULL.ruv NULL.is/frett/snarpur-jardskjalfti-nyrdra)

Mbl.is – Jarðskjálfti undan Gjögurtá (http://www NULL.mbl NULL.is/frettir/innlent/2013/03/10/jardskjalfti_undan_gjogurta/)

Ekkert lát á skjálftavirkni fyrir norðan – Óvissustigi lýst yfir

Í gær var lýst yfir óvissustigi vegna skjálftanna fyrir norðan.  Var það gert eftir að virknin færðist í austurátt að svæðinu norðan við Gjögur.  Það sem helst er óttast er að hrinan komi af stað stórum skjálfta á Flateyjar-Húsavíkur misgenginu en þar geta skjálftar farið yfir 7M af stærð.

Nú er ljóst að skjálftarnir eru siggengisskjálftar i sigdalnum í Eyjafjarðarál og skjálftar þar verða varla stærri en orðið er.  Hinsvegar eru skjálftar á Flateyjar-Húsavíkurmisgenginu annars eðlis, þ.e. misgengisskjálftar.

mbl.is  – næg spenna fyrir 6,8 stiga skjálfta. (http://www NULL.mbl NULL.is/frettir/innlent/2012/10/23/naeg_spenna_fyrir_6_8_stiga_skjalfta/)

HARÐIR JARÐSKJÁLFTAR ÚTI FYRIR NORÐURLANDI

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2012/10/tjornesbelti_skjalftar21okt2012 NULL.jpg)Snörp jarðskjálftahrina hefur gengið yfir úti fyrir norðurlandi síðan í gærkvöldi.  Skjálftarnir eru á svipuðum slóðum og skjálftar sem urðu NA af Siglufirði fyrir rétt rúmum mánuði síðan (http://www NULL.eldgos NULL.is/snarpir-jardskjalftar-nordur-af-siglufirdi/), þann 19. september en hrinan sem nú gengur yfir er þó mun harðari.  Stærsti skjálftinn í nótt mældist 5,2 M og er þar með  að öllum líkindum stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur á eða við Ísland síðan Suðurlandsskjálftinn reið yfir árið 2008.  Fjöldi skjálfta hefur verið á bilinu 3-4 og nokkrir yfir 4 af stærð.  Skjálftarnir í nótt hafa fundist um svo að segja allt mið- norðurland, vestur á Ísafjörð og í Dalasýslu.  Harðastir hafa þeir verið á Siglufirði enda bærinn aðeins í um 25 km. fjarlægð frá upptökunum. Myndin hér til hliðar ef fengin af vef Veðurstofunnar (http://www NULL.vedur NULL.is/)og sýnir upptök skjálfta í gærkvöldi og í nótt.  Dreyfing skjálftanna er þó varla með þessum hætti sem myndin sýnir því þegar mjög margir skjálftar verða þá koma oft upp villur varðandi staðsetningu.  Flestir þeirra eiga upptök um 25 km. norður af Siglufirði.

Þetta eru  brotaskjálftar nálægt svokölluðu Flateyjar-Húsavíkur misgengi en þó líklega ekki á misgenginu sjálfu.  Þessi hrina er hinsvegar að verða nokkuð þrálát, segja má að hún hafi hafist fyrir mánuði síðan, lá svo að mestu niðri þar til fyrir nokkrum dögum að  hún tók sig svo upp aftur og herti svo mjög á hrinunni í gærkvöldi og nótt.   Þetta er fremur óvenjuleg þróun á jarðskjálftahrinu því í flestum tilfellum verða stærstu skjálftarnir fyrst og svo smádregur úr hrinunni.  Þetta er ekki eldvirkt svæði og engin ástæða til að óttast neitt slíkt, en eins og mál standa núna er ekki hægt að útiloka fleiri mjög snarpa jarðskjálfta á svæðinu.

Fréttir fjölmiðla af skjálftunum:

Mbl.is:  Lítið lát á jarðskjálftum (http://www NULL.mbl NULL.is/frettir/innlent/2012/10/21/litid_lat_a_jardskjalftum/)

Visir.is:  Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi (http://www NULL.visir NULL.is/allt-notrar-og-skelfur-a-nordurlandi/article/2012121029922)

Pressan.is: Jörð nötrar fyrir norðan: Rúður hafa sprungið og hlutir dottið úr hillum (http://www NULL.pressan NULL.is/Frettir/Lesafrett/jord-notrar-fyrir-nordan-rudur-hafa-sprungid-og-hlutir-dottid-ur-hillum)

 

UPPFÆRT KL. 19 20

Enn er talsverð skjálftavirkni á svæðinu þó það hafi dregið úr hrinunni.  Stóri skjálftinn í nótt hefur verið endurmetinn og stærð hans er nú talin hafa verið 5,6 M og er þar með stærsti jarðskálfti á Tjörnesbrotabeltinu frá því árið 1976 eða í 36 ár.  Upptök skjálftanna eru í sigdal í Eyjafjarðarál.   Sigdalur þýðir að landsvæði eða hafsbotn sígur á milli tveggja meginbrotalína.  Sigið á sér yfirleitt ekki stað jafnt og þétt, heldur gerist í umbrotahrinum þar sem saman fer rek, gliðnun og jarðskjálftar.

Snarpir jarðskjálftar norður af Siglufirði

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2012/09/tjornesbelti_skjalftar19sep2012 NULL.jpg)Í morgun tók sig upp aftur jarðskjálftahrina sem hófst fyrr í vikunni um 25 km. NA af Siglufirði.  Snarpasti skjálftinn í morgun mældist 4,3 M og annar um 4.  Þá hafa mælst allnokkrir skjálftar á milli 2,5 og 3.  Hrinan er í fullum gangi ennþá og má því búast við fleiri skjálftum á bilinu 3-4.  Þetta er velþekkt jarðskjálftasvæði og er hluti af Tjörnesbrotabeltinu.  Þetta eru hefðbundnir brotaskjálftar á svæðinu en dæmi eru um mjög stóra jarðskjálfta á þessu svæði.  Þessir skjálftar tengjast á engan hátt eldsumbrotum. Myndin sem fengin er af vef Veðurstofu Íslands (http://www NULL.vedur NULL.is/)sýnir upptök skjálftanna í morgun.

Tjörnesbrotabeltið er þrískipt, þ.e. þrjár meginsprungur með VNV-ASA stefnu eins og sést ágætlega á meðfylgjandi korti hér til hægri (neðri myndin)  Nyrsta sprungan liggur nokkurn veginn frá Grímsey  og inn í Öxarfjörð.  Þar eru skjálftar mjög algengir og árið 1910 varð skjálfti í Öxarfirði sem er talinn hafa verið M 7,1 af stærð.  Nær okkur í tíma er Kópaskersskjálftinn árið 1976 sem var um 6,2 stig.   (Kortið er fengið af vef Veðurstofu Íslands, ath. þetta er pdf skjal (http://www NULL.vedur NULL.is/media/vedurstofan/utgafa/greinargerdir/2005/05021 NULL.pdf))  Kópaskersskjálftinn tengdist reyndar eldsumbrotum á Kröflusvæðinu enda gekk yfir mikil rek og gliðnunarhrina á svæðinu með alls 9 eldgosum frá árinu 1976-1984.

Skjálftarnir nú eru nálægt vesturenda svonefnds Flateyjar- Húsavíkur misgengis sem einnig er mjög virkt.  Skjálftarnir virðast þó ekki vera á misgenginu sjálfur, heldur rétt norðan við það.  Stærsti atburðurinn á F-H misgenginu er jarðskjálfti sem varð árið 1755 og var nokkuð örugglega yfir M 7 þó jarðskjálftamælingar  hafi að sjálfsögðu ekki verið til staðar á þeim tíma.

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2012/09/tjornesbelti_kort1 NULL.jpg)Syðsta beltið er svonefnt Dalvíkurbeltið en það er að mestu leiti inni á landi.  Á því varð Dalvíkurskjálftinn árið 1934.  Hann var um M 6,3,

Þá er ótalinn mjög stór skjálfti sem varð í minni Skagafjarðar árið 1963 en upptök hans eru líkast til í vesturenda Dalvíkurbeltisins.  Hann var um 7,1 af stærð.   Þó Dalvíkurbeltið sé minna virkt en hin tvö þá sýnir sagan að á því geta orðið mjög harðir skjálftar rétt eins og hinum tveim.  Að öllum líkindum geta skjálftar úti fyrir norðurlandi orðið stærri en öflugustu suðurlandsskjálftar en valda þó yfirleitt minna tjóni þar sem upptökin eru í flestum tilfellum nokkuð frá landi.

Fréttir fjölmiðla af skjálftunum í dag:

Ruv.is:  Jarðskjálfti 4,3 í Eyjafjarðarál (http://www NULL.ruv NULL.is/frett/jardskjalfti-43-i-eyjafjardaral)

Mbl.is: Harðir jarðskjálftar fyrir norðan (http://www NULL.mbl NULL.is/frettir/innlent/2012/09/19/hardir_jardskjalftar_fyrir_nordan/)

Pressan.is: Jarðskjálftahrina fyrir norðan (http://www NULL.pressan NULL.is/Frettir/Lesafrett/jardskjalftahrina-fyrir-nordan-baejarstarfsmenn-fundu-greinileg-hogg)

Skjálfti upp á 3,7 úti fyrir Norðurlandi

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2012/06/tjornesbelti_skjalftar21jun12 NULL.jpg)Í morgun mældist skjálfti upp á 3,7  um 30 km suðaustur af Kolbeinsey.  Einhverjir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.  Jarðskjálftar á þessu svæði sem tilheyrir Tjörnesbrotabeltinu eru algengir og geta orðið mjög harðir.  Hefur einmitt verið bent á það nýlega að langt er síðan sterkir skjálftar hafa orðið úti fyrir norðurlandi en þar geta skjálftar orðið jafnharðir og Suðurlandsskjálftarnir og jafnvel öflugri.

Eldgos á þessum slóðum eru hinsvegar sjaldgæf.  Síðasta eldgos sem vitað er um úti fyrir norðurlandi varð árið 1867 við Mánáreyjar um 5 sjómílur útaf Tjörnesi.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands (http://www NULL.vedur NULL.is/)

Fréttir í fjölmiðlum:

DV.is  Jarðskjálfti að stærð 3,7 suðaustur af Kolbeinsey (http://www NULL.dv NULL.is/frettir/2012/6/21/jardskjalfti-ad-staerd-37-sudaustur-af-kolbeinsey/)

Mbl.is  Jarðskjálfti upp á 3,7 stig (http://mbl NULL.is/frettir/innlent/2012/06/21/jardskjalfti_upp_a_3_7_stig/)

Færslusafn eftir mánuðum