Vatnajökull í stuði

Birta á :

Hvorki meira né minna en fjórar eldstöðvar undir Vatnajökli hafa sýnt jarðskjálftavirkni í vikunni. Er hér um að  ræða Bárðarbungu sem reyndar hefur verið óróleg lengi, Grímsvötn og Kverkfjöll. Allt eru þetta þekktar eldstöðvar sem hafa oft gosið á sögulegum tíma en sú sem hvað verst lætur þessa dagana er eldstöðin Esjufjöll í suðaustanverðum jöklinum, ca. 20 km, NA af Öræfajökli.   Á meðfylgjandi kortið sem fengið er af vef Veðurstofunnar sjást skjálftarnir.  Neðarlega til hægri eru skjálftar í Esjufjöllum.

Skjálftahrinur eru þó ekki nýtilkomnar í Esjufjöllum, þær hafa átt sér stað nokkuð reglulega undanfarinn áratug og benda til þess að kvika sé að þrýsta á undirlög eldstöðvarinnar.  Esjufjöll er tiltölulega lítt rannsökuð eldstöð enda ekki vitað um gos í eldstöðinni á nútíma og staðsetningin ekki líkleg til að valda alvarlegu tjóni verði gos.  Jökullinn þarna er þunnur og reyndar nokkuð um jökullaus svæði á þessum slóðum.

5 thoughts on “Vatnajökull í stuði”

  1. Þessi vefur hjá ykkur er ótrúlega fróðlegur og gaman að fylgjast með fréttum á honum.

  2. Hvað er að gerast þarna í Esjufjöllum.. þessi skjáftar eru ekki svo djúpir rétt riflega eins kílometrar djúpar,, Kallast það ekki grunnir skjáftar ?? og eru sterkar visbendingar um að fjallið sé að eða svæðið að tútna út ? eða kvika sé komin svona hátt upp í fjallið ?

    En annars takk fyrir frábæra siðu,,,

    kveðja

  3. Takk Guðrún 🙂
    Bernharð, Esjufjöll eru væntanlega megineldstöð með kvikuþró. Þessir jarðskjálftar verða sennilega skírðir með því að þrýstingur er að vaxa í þrónni, væntanlega vegna kviku sem streymir í hana að neðan og þessar þrýstingsbreytingar valda því að bergið fyrir ofan brotnar í litlum jarðskjálftum. Þetta er nú örugglega ekki kvika þarna aðeins 1 km. undir yfirborðinu en þar er bergið að brotna. Ef þetta væri kvika þá kæmi það fram í lágtíðnijarðskjálftum sem eru undanfari eldgosa. Hinsvegar er þetta athyglisverð hrina í ljósi þess að ekki eru þekkt gos í þessari eldstöð á nútíma, þ.e. allavega síðustu 12000 ár og hún telst í raun því ekki til virkra eldstöðva því þær eru eldstöðvar sem hafa gosið á nútíma. Það er þó ljóst að Esjufjöll er lifandi eldstöð – höfum í huga að svona hrinur urðu í Eyjafjallajökli nokkrum sinnum áður en hann gaus eins og allir vita.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top