Aukin virkni í Eyjafjallajökli

Birta á :

Eyjafjallajökull: Enn eitt kvikuinnskotið – Toppgígurinn að þrengjast ?

Um kl. 11 í morgun hófst enn á ný skjálftahrina á miklu dýpi undir Eyjafjallajökli.   Um 40 skjálftar mældust í dag, flestir á 18-20 km. dýpi. Má ætla að þá hafi enn eitt kvikuinnskotið átt sér stað sem mun viðhalda eða auka kraft gossins næstu sólarhringa.  Þessir skjálftar hafa svo haldið áfram fram á kvöld.  Einnig vekja athygli skjálftar sem eru mjög grunnir undir toppgígnum.  þeir gætu bent til þess að nú sé gosrásin tekin að þrengjast eins og Ómar Ragnarsson bendir á í bloggfærslu um málið.  Myndin er fengin úr vefsjá veðurstofunnar.

Þrenging gosrásarinnar þarf ekki að boða lok gossins, allavega ekki meðan enn streymir kvika að neðan.  Sprengivirkni eykst eftir því sem gosopið þrengist.  Eins og Ómar bendir á þá er sá möguleiki fyrir hendi að gígurinn stíflist alveg en þá mundi kvikan væntanlega leita annarra leiða til yfirborðs.

 



Fimmvörðuháls