Landris og jarðskjálftar við Krísuvík

Birta á :

Hrina smáskjálfta hófst við vesturenda Kleifarvatns síðastliðna nótt þ.e. rétt við Krísuvík.  Fram kemur á vísi.is að landris hafi hafist á þessu svæði í fyrra en gengið svo til baka.  Síðastliðið vor hófst landrisið svo aftur og er talið stafa annaðhvort af völdum kvikuinnstreymis eða þrýstingsbreytingum á jarðhitasvæðum á þessum slóðum.

Meðfylgjandi kort sem  er fengið af vefsvæði Veðurstofunnar sýnir upptök skjálftanna.  Þetta er á alkunnu skjálftasvæði en það sem vekur áhuga núna er landrisið á svæðinu.  Ekki er þó talið að eldgos sé í aðsigi en síðast urðu staðfest gos á Reykjanesskaganum á 13. öld.   Smelltu hér til að sjá umfjöllun um eldstöðvar á Reykjanesskaganum.

Lausapenni óskast!

Birta á :

Eldgos.is óskar eftir áhugasömum jarðfræðinema eða jarðfræðingi sem vill skrifa færslur þegar eitthvað er um að vera og jafnvel taka þátt í áframhaldandi þróun vefsins.  Það á enn eftir að setja inn efni um nokkur merkileg elstöðvakerfi ss.  Öskju, Kverkfjöll og Hofsjökul svo dæmi séu tekin.  Þá er það einnig í farvatninu að þýða síðuna á ensku. …

Hlaup hafið úr Grímsvötnum

Birta á :

Fullvíst er nú talið að hlaup hafi hafist úr Grímsvötnum í Vatnajökli á fimmtudaginGrímsvötnn.  Mun það ná hámarki á 4-5 dögum.  Síðastliðna nótt mældist jarðskjálfti um 3 á Richter undir Grímsfjalli sem er við vötnin.   Hlaup nú kemur engum á óvart, vitað var að vatnsborðið var orðið mjög hátt í vötnunum.  Skv. frétt á mbl.is  leitar hlaupið nú í Gígjukvísl en ekki í Skeiðará eins og venjan er og er ástæðan breytingar sem orðið hafa við jökulsporðinn í kjölfar þess að jökullinn hefur hopað undanfarin ár.  Raunar er farvegur Skeiðarár alveg þurr um þessar mundir.

Á meðfylgjandi korti sem fengið er héðan sést leið vatns frá Grímsvötnum og einnig eru helstu megineldstöðvar í Vatnajökli merktar inn á kortið.

Scroll to Top