Jarðhræringar við Grímsvötn

Birta á :

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni varð jarðskjálfti sem mældist af stærðinni 4,2 við Grímsfjall í Vatnajökli í morgun.  Skömmu áður varð skjálfti upp á 3,5.  Búist hafði verið verið gosi á þessum slóðum í byrjun nóvember á síðasta ári þegar hlaup varð úr Grímsvötnum en það gerðist ekki.  Þarna er virkasta eldstöð landsins og jarðskjálftar algengir.  Nokkur órói hefur verið viðvarandi í eldstöðvum í Vatnajökli undanfarið, sérstaklega við Grímsvötn og Bárðarbungu.  Einnig hafa orðið skjálftahrinur við Esjufjöll austarlega í jöklinum og þá mælast skjálftar af og til við Kverkfjöll í norðurbrún jökulsins.  Ekki er  talið að eldgos sé beinlínis yfirvofandi á þessum slóðum en Grímsvötn þó hvað líklegust.

Frostbrestir mælast sem jarðskjálftar í Eyjafjallajökli

Birta á :

Samkvæmt jarðskjálftayfirliti Veðurstofunnar hefur mælst nokkur fjöldi jarðskjálfta í Eyjafjallajökli og reyndar í Mýrdalsjökli einnig í dag.  Vísir.is greinir frá því að þetta eru frostbrestir vegna mikilla kulda á svæðinu en ekki jarðhræringar.  Einhverjir skjálftanna í Mýrdalsjökli eru þó “eðlilegir” ef svo má segja.  Þarna er mælanetið orðið mjög nákvæmt og greinir því minni hreyfingar en víða annarsstaðar sem er væntanlega skýringin á því að frostbrestir koma ekki fram á mælum í öðrum jöklum landsins.

Árið kveður með skjálftahrinu við Kistufell

Birta á :

Skjálftar við Bárðarbungu og KistufellEldgosaárinu 2010 er nú að ljúka og með viðeigandi hætti –  Eldstöðin Bárðarbunga lætur vita af sér með skálftahrinu nálægt Kistufelli um 20 km. norðaustur af Bárðarbungu.  Það hefur verið viðvarandi órói á þessu svæði lengi.   Fyrr í vikunni var einnig skjálftavirkni í Bárðarbungu sjálfri eins og sést á meðfylgjandi mynd,  bláu punktarnir eru skjálftar í Bárðarbungu en þeir rauðu eru flestir í nánd við Kistufell.  Smáskjálftar sjást þarna einnig nærri Öskju og norður af Kverkfjöllum.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands

Eldgos.is óskar landsmönnum gleðilegs árs og friðar. 

Scroll to Top