Volcano House opnað í Reykjavík

Birta á :

Í maí var opnað að Tryggvagötu 11 í Reykjavik Volcano House eða eldgosahúsið.  Fyrir áhugafólk um eldgos og jarðfræði yfirhöfuð er þetta mjög áhugavert framtak.  Þar eru til sýnis hraun- og gjallsýni  frá ýmsum gosum, einstakar myndir, einstakir steinar úr Íslenskri náttúru svo eitthvað sé nefnt.  Þá er boðið uppá kvikmyndasýningar á klukkutíma fresti frá gosunum í Vestmannaeyjum og Eyjafjallajökli.  Kaffihús er á staðnum og tilvalið að fá sér kaffi og “meðþví” meðan Volcano House er skoðað.  Eldgos.is leit við á Volcano House og mælir eindregið með heimsókn þangað!

Volcano House Volcano House Volcano House

Skjálftahrina á ný í Langjökli

Birta á :

Skjálftahrina hófst í Langjökli laust eftir miðnætti s.l. nótt og stendur enn.  Stærsti skjálftinn mældist 3,2 á Richter samkvæmt sjálfvirkum mælingum veðurstofunnar.  Flestir skálftarnir eru á 6-13 km. dýpi.  Þessi hrina er nánast á sama stað og hrinan sem varð þann 7. júní.  Jarðskjálftar eru algengir í suðvestur- horni Langjökuls og geta orið nokkuð öflugir.  Ekkert bendir til þess að skjálftarnir séu undanfari eldgoss.

SKJÁLFTAR Í KÖTLU

Birta á :

KatlaUpp úr kl. 17 í dag urðu nokkuð snarpir jarðskjálftar í Kötlu samkvæmt vöktunarkerfi Veðurstofu Íslands.  Stærsti skjálftinn hefur mælst um 3,8 á Richter (Virist við yfirferð hafa lækkað í 3,1)og eru upptökin svo að segja í miðri Kötluöskjunni en þó einnig norðvestan og vestan megin við öskjuna.  Enn er of snemmt að segja hvað þetta boðar og ekki er að sjá gosóróa á mælum.

Katla gaus síðast árið 1918 og er goshlé því orðið mun lengra en vanalegt er á sögulegum tíma en að jafnaði hefur Katla gosið tvisvar á öld.  Einnig hefur Katla gjarnan gosið í kjölfar umbrota í Eyjafjallajökli en hún var hin rólegasta meðan á því gosi stóð og þar til nú.

Skjálftahrina í Langjökli

Birta á :

Um 20 skjálftar hafa mælst í suðvestur- horni Langjökuls í morgun, flestir á bilinu 1-2 á Richter en þeir stærstu um 2.6 samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.  Síðast varð svipuð hrina um miðjan febrúar á sömu slóðum en nokkur óróleiki hefur verið í Langjökulskerfinu undanfarin misseri.  það þarf þó ekkert að vera óvanalegt því skjálftahrinur eru algengar á þessum slóðum.  Eldgos hefur ekki orðið á þessum slóðum síðan um árið 900 þegar Hallmundarhraun rann.  Meðfylgjandi mynd sem sýnir upptök skjálftanna í morgun er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Skjálftar í Kötlu

Birta á :

Skjálfti sem mældist 3.1 á Richter varð í Kötlu í Mýrdalsjökli kl. 18:53 í gærkvöldi og annar um 2.3. Samkvæmt frétt á mbl.is mældust þeir mjög grunnt og því jafnvel talið að um hrunskjálfta sé að ræða af völdum íshruns fremur en eiginlega jarðskjálfta.  Eru upptökin í norðaustanverðri öskjunni.  Enginn órói er á mælum og fátt sem bendir til einhverra atburða í Kötlu á næstunni. Hefur Katla reyndar verið mjög róleg frá goslokum í Eyjafjallajökli og látið öðrum eldfjöllum eftir athyglina eins og allir vita.

Scroll to Top