SKJÁLFTAR Í KÖTLU

Birta á :

KatlaUpp úr kl. 17 í dag urðu nokkuð snarpir jarðskjálftar í Kötlu samkvæmt vöktunarkerfi Veðurstofu Íslands.  Stærsti skjálftinn hefur mælst um 3,8 á Richter (Virist við yfirferð hafa lækkað í 3,1)og eru upptökin svo að segja í miðri Kötluöskjunni en þó einnig norðvestan og vestan megin við öskjuna.  Enn er of snemmt að segja hvað þetta boðar og ekki er að sjá gosóróa á mælum.

Katla gaus síðast árið 1918 og er goshlé því orðið mun lengra en vanalegt er á sögulegum tíma en að jafnaði hefur Katla gosið tvisvar á öld.  Einnig hefur Katla gjarnan gosið í kjölfar umbrota í Eyjafjallajökli en hún var hin rólegasta meðan á því gosi stóð og þar til nú.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top