Jarðskjálfti skammt frá Öskju

Birta á :

Jarðskjálftahrina varð skammt frá Öskju í Ódáðahrauni síðastliðna nótt sem náði hámarki i skjálfta upp á 3,4 á Richter.  Líklegast er um stakan atburð að ræða sem boðar ekki frekari tíðindi.  Skjálftarnir urðu um 25 km. NV af Öskju.  Skjálftar á þessum stað eru ekki algengir en þó varð þarna hrina fyrir nokkrum árum.  Þessir skjálftar tengjast varla óróleikanum sem hefur verið við Upptyppinga undanfarin ár enda allangt frá.

mbl.is  3,4 stiga skjálfti við Öskju

Visir.is Jarðskjálftahrina á Öskjusvæðinu

Ruv.is  Jarðskjálfti við Lokatind

Series of earthquakes occurred 25km NW of the Askja Volcano in Ódáðahraun last night and peaked in an earthquake of 3.4 on the Richter scale.  Most likely it is a single event case that invites no further news.  Earthquakes in this location are not common, but there was a swarm there a few years ago.

Snörp hrina í Mýrdalsjökli í nótt

Birta á :

Óvenjusnörp jarðskjálftahrina varð í Mýrdalsjökli í nótt.  Mældust hátt í 70 skjálftar, þar af um 20 yfir 2 á Richter og 2-3 um 3 á Richter.  Upptökin eru í öskjunni norð-austanmegin.  Þetta er snarpasta hrinan frá því óróleikinn hófst í Kötlu í sumar.  Það fylgdi þó enginn gos- eða hlaupórói.

Skjálftarnir eru flestir grunnir sem er í sjálfu sér góðs viti þ.e. ekkert bendir til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið enn sem komið er allavega.  Myndin er af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftanna í nótt.

mbl.is um 20 skjálftar yfir 2 stig

DV – snarpir skjálftar í Mýrdalsjökli

Hvað er að gerast við Krísuvík?

Birta á :

Á dv.is er áhugaverð frétt um umbrotin á Krísuvíkursvæðinu sem hafa staðið yfir lengi með síendurteknum jarðskjálftahrinum og landrisi.   Land hefur risið á svæðinu um 7 cm á síðastliðnum 16 mánuðum.  Ekki er alveg ljóst ennþá hvað veldur landrisinu en annaðhvort er það kvikusöfnun eða breytingar á jarðhitakerfinu.  Jarðvísindamenn fylgjast náið með svæðinu.  Síðustu staðfestu eldgos urðu í kerfinu um árið 1180, á Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn.

Eins og fram kemur í greininni þá geta liðið áratugir frá því eldstöð byrjar að undirbúa gos þar til það brýst upp.   Eldgos hefur að öllum likindum ekki orðið á Reykjanesskaga síðan á 13. öld og goshlé því orðin afar löng á svæðinu sem eins og allir vita er mjög eldbrunnið.

Greinin á dv.is

Smáskjálftahrina og órói í Kötlu

Birta á :

Í dag hefur gengið yfir enn ein smáskjálftahrinan í Kötlu.  Sem fyrr eiga flestir skjálftarnir upptök i öskjunni.  Samkvæmt mynd af upptökum skjálftanna á vef Veðurstofunnar virðast upptökin raða sér á tvær sprungur með V-A stefnu í miðri öskjunni og sunnan til í henni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.   Skjálftarnir eru litlir, flestir á bilinu 0,5-2 á Richter en fjöldi þeirra er heldur meiri en vanalegt er á svo stuttum tíma.  Þá hefur einnig komið fram órói á mælum sem helst líkist vatnsrennsli samkvæmt fréttum RÚV en ekki er enn vitað hvað er um að ræða.  Almannavörnum hefur verið gert viðvart um ástandið þó hætta sé ekki talin yfirvofandi að svo stöddu.

Nú er sá tími sem helst er að vænta goss í Kötlu sé miðað við söguna.  Eins og sést á töflunni hér að neðan um þau gos í Kötlu sem tímasetning er nákvæmlega vituð, þá hefjast öll gosin á tímabilinu maí- nóvember og langflest reyndar að hausti til.  Þetta tengist snjóbráðnun og þ.a.l. þrýstingslétti á jöklinum en eldstöðin virðist viðkvæm fyrir slíkum breytingum og kemur þetta fram í aukinni skjálftavirkni á haustin.  Enn er of snemmt að segja til um hvort gos verði í Kötlu þetta haustið en það verður ekki hjá því horft að það er líklegra en oft áður miðað við óróann undanfarna mánuði.

Ár gos hefst
1580 11. Ágúst
1612 12. Október
1625 2. September
1660 3. Nóvember
1721 17. Maí
1755 17. Október
1823 26. Júní
1860 8. Maí
1918 12. Október

Fréttir um atburði dagsins:

mbl.is

Rúv.is

Visir.is

Mjög fróðlegt Youtube videó um Kötlu:

httpv://www.youtube.com/watch?v=ji-yY3OmAZY&feature=player_embedded#!

Ár gos hefst
1580 11. Ágúst
1612 12. Október
1625 2. September
1660 3. Nóvember
1721 17. Maí
1755 17. Október
1823 26. Júní
1860 8. Maí
1918 12. Október

Skjálfti yfir 3 á Richter í Kötlu

Birta á :

Um kl 18 45 í gærkvöldi varð jarðskjálfti í Kötlu upp á 3,2 á Richter samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar.  Mældist skjálftinn á tæplega 3ja kílómetra dýpi í norðvestur- hluta öskjunnar.  Nokkuð hefur verið um skjálfta á svæðinu í allt sumar og langflestir þeirra í öskjunni.  Þó er einnig alltaf eitthvað um skjálfta vestar á svæðinu, í grennd við Goðabungu.

Það er alkunn staðreynd að skjálftum fjölgar í Mýrdalsjökli þegar nær dregur hausti og tengist það ísbráðnun á jöklinum sem nær hámarki á þessum árstíma.  Flest eldgos á sögulegum tíma í Kötlu hafa orðið á tímabilinu ágúst-nóvember.  Aukin jarðhitavirkni og nýjir sigkatlar í jöklinum ásamt nokkurri skjálftavirkni gefa fulla ástæðu til að fylgjast með þó of snemmt sé að segja að eldgos sé yfirvofandi.  Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Scroll to Top