Hengill

Jarðskjálfti M 3,8 í Hengilskerfinu fannst á suðvesturlandi

Skjálftahrina  við svonefndan Eiturhól við Nesjavallaveg hefur verið í gangi undanfarna daga og laust fyrir hádegi í dag varð skjálfti M 3,8 sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturlandi. 

Skjálftahrinur á þessum slóðum eru algengar án þess að þær boði eitthað sérstakt.  Það er engin ástæða til að ætla að þetta tengist eldgosinu í Fagradalsfjalli beint en þetta gæti þó verið hluti af aukinni virkni á Reykjanesskaganum í heild.  Það þarf allavega töluvert meira að ganga á áður en það þarf að óttast eldgos á þessum slóðum.

Myndin er skjáskot af Skjálfta- Lísu á vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftanna 

 

Skjálftar á Hengilssvæðinu

Upptök jarðskjálftana í Hengilskerfinu í dag.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Upptök jarðskjálftanna í Hengilskerfinu í dag. Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Rétt fyrir hádegi varð jarðskjálfti um 3 km. Sunnan Þingvallavatns sem mældist M 3,8.  Um 30 eftirskjálftar hafa mælst, allir minni en stóri skjálftinn en hann fannst víða á Suðvesturlandi.  Þessi hrina er á nokkuð afmörkuðu svæði í Grafningnum.  Það er ekkert óvanalegt að það skjálfi við Hengilinn.  Þar var mikil jarðskjálftavirkni árin 1994-99 en þar urðu meginhrinurnar í fjalllendinu við Hrómundartind.  Þá var vafalítið um kvikuhreyfingar að ræða þó ekki hafi gosið.  Urðu þá skjálftar um og yfir M 5 af stærð.  Skjálftahrinan í dag er líklega afleiðing uppsafnaðrar spennu fremur en að kvikuhreyfingar eigi hlut að máli , staðsetningin bendir til þess enda eru kvikuhólf eldstöðvakerfisins ekki á þessum slóðum.

Það hefur reyndar ekki gosið í eldstöðvakerfi Hengils í um 2000 ár þó jarðskjálftavirkni sé þar allmikil.  Á um 200 ára fresti verða  öflugar rek- og gliðnunarhrinur í kerfinu, sú síðasta varð árið 1789 með öflugum jarðskjálftum og jarðsigi.  Stækkaði Þingvallavatn þá umtalsvert og munu þessar hræringar hafa átt í það minnsta einhvern þátt í því að Alþingi var flutt til Reykjavíkur nokkrum árum síðar.

Visir.is: Tugir eftirskjálfta á Hengilssvæðinu

Mbl.is: Mikil skjálftavirkni við Hengilinn

Nokkur skjálftavirkni við Mýrdalsjökul og á Hengilssvæðinu

Siðastliðinn sólarhring hafa orðið allmargir smáskjálftar á víð og dreif við Mýrdalsjökul en þó flestir í Kötluöskjunni og svo vestan við hana, á Goðabungusvæðinu.  Þá hófst hrina smáskjálfta á Hengilssvæðinu sem tengist væntanlega niðurdælinu vatns á svæðinu á vegum Orkuveitunnar.

Samkvæmt óyfirförnum mælingum á vef Veðurstofunnar varð skjálfti upp á 5,0 um 196 km SSV af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg um kl. 19:24.   Telja verður líklegt að sjá skjálfti hafi ekki orðið eða sé mun minni en þessar mælingar sýna.

Snarpir manngerðir skjálftar á Hellisheiði

Dæling Orkuveitu Reykjaviku á affallsvatni í sprungur nærri Hellisheiðavirkjun hefur valdið jarðskjálftum á svæðinu undanfarnar vikur.  Nú í morgun urðu á annað hundrað skjálfta og þar af tveir upp á  tæplega 4 á Richter og fundust þeir víða á Suðvesturlandi.   Snarpastir eru skjálftarnir í Hveragerði sem er mjög nærri upptökunum.

Skjálftar á þessu svæði geta fræðilega ekki orðið stærri en ca. 6 á Richter vegna þess að jarðskorpan á svæðinu er það þunn að hún getur ekki orsakað sterkari skjálfta.  Skjálftar upp á 6 á Richter eru þó stórir skjálftar á Íslenskan mælikvarða.  Það er ekki hægt að útiloka að þessi vatnsdæling OR komi slíkum skjálftum að stað.  Kenningar hafa heyrst að þessir smáskjálftar dragi úr spennu á svæðinu og minnki þar með líkur á stórum skjálftum.  Þetta er þó algjörlega óstaðfest og réttlætir tæplega þær starfsaðferðir OR sem koma af stað jarðskjálftum.

Menn hafa velt fyrir sér hvort þetta geti valdið eldgosi á svæðinu.  Því er til að svara að það er nánast útilokað.  Skjálftarnir er nærri sprungusvæði Hengils en virðast þó ekki vera inná því og ekki nærri kvikuhólfi eldfjallsins.   Vissulega eru dæmi um að jarðskjálftar hafi komið eldgosum af stað.  Eitt skýrasta dæmi um slíkt er þegar skjálfti uppá 5 á Richter í Bárðarbungu kom af stað Gjálpargosinu í Grímsvatnaeldstöðinni árið 1996.  Aðstæður eru þó talsvert aðrar á þessum slóðum enda Hengillinn ekki nándar nærri eins virkt eldfjall eins og eldstöðvarnar undir Vatnajökli.  En hvað sem því líður ætti menn að forðast það að storka náttúrunni á þennan hátt.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftanna í morgun.

Fréttir um skjálftana:

mbl.is  Skjálftar upp á 3,8 stig

Visir.is – Tveir snarpir jarðskjálftar nærri Hveragerði

Ruv.is – Manngerðir skjálftar upp á 4

Process of water pumping  in cracks near Hellisheiðavirkjun (Hellisheiði Geothermal Plant) has  caused earthquakes in the region in recent weeks. Now this morning more than a hundred tremors occurred and two of them nearly 4 on the Richter scale.  They were felt widely in Southwest Iceland.

Earthquakes in this region can theoretically not be larger than approx. 6 on the Richter scale because the crust in the region is thin, it can not cause a stronger earthquake. Earthquakes up to 6 on the Richter scale are however  large earthquakes by Icelandic standards. It can not be ruled out that the water pumping process can cause such a tremor.  Theories have been  heard that these tremors  reduce regional tensions and reduces the likelihood of a large earthquake. This is completely unconfirmed and does not justify  the procedure of  OR to trigger earthquakes.

Some have wondered whether this might cause an eruption in the area. Therefore, to answer that it is virtually impossible. The earthquakes are close to the Hengill fissure system  but do not seem to be in it and not near the magma chamber of the volcano. Certainly there are examples of earthquakes where eruptions have been triggered. One of the clearest examples of this is when the earthquake of 5 on the Richter scale in Bárðarbunga came off  Gjálp eruption in Grímsvötn volcano in 1996. Conditions are considerably others in the area as Hengill is proximity not nearly as active volcano as the volcanoes in the Vatnajökull peninsula. But whatever the case, people should avoid it to play games with the nature  in this way.

The Image source is  the Icelandic Meteorological Office website and shows the epicenter and in the morning.

Scroll to Top